Danmörk: hálf milljón vill ekki vinna

Einungis fjórðungur Dana á aldrinum 30-66 ára sem ekki eru í vinnu vilja fá vinnu. Samkvæmt könnun dönsku hagstofunnar eru 656.000 Danir á aldrinum 30-66 ára ekki í vinnu. Af þeim vilja hins vegar einungis 147.000 fá vinnu, eða 22%. Áhuginn á að fá vinnu fer lækkandi með hækkandi aldri. Í aldurshópnum 30-54 ára vilja rúm 40% þeirra sem ekki eru í vinnu fá vinnu, 22% í aldurshópnum 55-59 ára, 3% í aldurshópnum 60-66 ára og 1% í aldurshópnum 67-74 ára.

 

Sjá nánar í frétt á vef dönsku hagstofunnar (um eldra fólk á vinnumarkaði, frá 17. febrúar 2004).