CE-merking véla - Hvað á að gera og hvernig?

Námskeið Staðlaráðs fyrir hönnuði, framleiðendur og innflytjendur véla og tækja 2. og 3. mars.

 

Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur verði færir um að greina hvort vörur falli undir reglugerð um vélar og tæknilegan búnað (sbr. vélatilskipun ESB) og læri hvernig á að CE-merkja slíkar vörur að undangengnu áhættu- og samræmismati.

 

Námskeiðið verður haldið dagana 2. og 3. mars hjá Staðlaráði Íslands að Skúlatúni 2 í Reykjavík. Námskeiðið er tveir hálfir dagar, kennt eftir hádegi fyrri daginn og fyrir hádegi seinni daginn, sjá nánar í dagskrá.

 

Athugið að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

 

Nánari upplýsingar og skráning á www.stadlar.is