Ávinningur af fjölbreytni á vinnumarkaði (1)

Kanadíska sendiráðið á Íslandi í samstarfi við félags- og tryggingamálaráðuneytið, Háskóla Íslands - Stofnun stjórnsýslufræða, Alþýðusamband Íslands, Alþjóðahúsið og Samtök atvinnulífsins, býður til opins málþings um reynslu og ávinning kanadískra fyrirtækja af því að hafa fjölbreytni starfsmanna í fyrirrúmi - miðvikudaginn 12. mars. Erindi flytja Yasmin Meralli, aðstoðarforstöðumaður hjá elsta og stærsta banka Kanada, Bank of Montreal  og Cindy Chan forstjóri Info Spec Systems en það er hugbúnaðarfyrirtæki sem hún stofnaði sjálf og hefur náð góðum árangri í Bandaríkjunum, Kanada og Asíu. Sjá nánar »