Ákall um að atvinnulíf verði eflt

Evrópusamtök atvinnulífsins, BUSINESSEUROPE, samþykktu á fundi sínum í Berlín í júní sérstakt ákall með sex áhersluatriðum til að gefa atvinnulífi í Evrópu byr undir báða vængi. Samtökin vilja m.a. örva hagvöxt með því að styrkja tengsl milli rannsókna og nýsköpunar, efla virkni innri markaðarins og berjast gegn hvers kyns verndarstefnu svo fátt eitt sé nefnt. Aðild að BUSINESSEUROPE eiga 39 samtök atvinnulífsins í 33 löndum Evrópu. Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eru aðilar að BUSINESSEUROPE. 

 

Ákall BUSINESSEUROPE má sjá hér að neðan í heild sinni:

 

1. Koma á breytingum sem stuðla að hagvexti og fjölgun starfa

 • Styrkja tengsl og brúa bil milli rannsókna og nýsköpunar
 • Taka upp öflugt einkaleyfakerfi
 • Bæta og einfalda reglur á sem víðtækustu sviði
 • Draga úr hallarekstri ríkis og sveitarfélaga
 • Hlúa að frumkvöðlastarfsemi og smáum og meðalstórum fyrirtækjum

2. Styrkja sameiginlega evrópska markaðinn  

 • Efla virkni innri markaðarins
 • Efla virk evrópsk samskiptanet
 • Fjarlægja hindranir í vegi frjáls flæðis fólks, vöru, þjónustu og fjármagns
 • Innleiða þjónustutilskipunina og skapa um leið fleiri störf og aukinn hagvöxt
 • Nýta tækifæri sem fylgja í kjölfar stækkunar ESB

  3. Stýra ESB á skilvirkan hátt

 • Leysa úr vanda stofnana ESB vegna fjölgunar aðildarríkja
 • Bæta hagstjórn sem leiðir til aukins hagvaxtar
 • Samhæfa utanríkisstefnu og stefnu í alþjóðaviðskiptum og þróunarmálum
 • Nýta opinbera fjármálastjórn til að auka samkepnnishæfni  

4. Hafa áhrif á hnattvæðingu og berjast gegn hvers kyns verndarstefnu

 • Ljúka metnaðarfullri DOHA samningalotu Alþjóðaviðskiptamálastofnunarinnar
 • Opna nýja markaði með tvíhliða samningum um viðskipti og efnahagsleg tengsl

5. Byggja upp orkukerfi sem er öruggt, samkeppnishæft og loftslagsvænt

 • Hrinda að fullu í framkvæmd innri orkumarkaði í Evrópu
 • Halda öllum valkostum í orkunotkun opnum þ.á m. notkun kjarnorku
 • Stuðla að hnattrænni lausn vegna ógnar af völdum loftslagsbreytinga

6. Endurbæta félagsmálakerfi Evrópu til að takast á við alþjóðlegar áskoranir

 • Örva umræðu um sveigjanleika og öryggi á vinnumarkaði til að efla hagvöxt og fjölga störfum
 • Tryggja framboð á hæfu vinnuafli t.d. með sérhæfðum starfsmönnum utan frá
 • Aðlaga félagsleg kerfi vegna fjölgunar eldra fólks
 • Tryggja að aðilar vinnumarkaðarins hafi nauðsynlegt  svigrúm til skoðanaskipta

Sjá einnig vef BUSINESSEUROPE: www.businesseurope.eu