Afmælisráðstefna Landsmenntar og Starfsafls 17. mars

Starfsmenntasjóðirnir Landsmennt og Starfsafl hafa nú starfað í tíu ár. Hlutverk þeirra er að styðja einstaklinga á vinnumarkaði til að sækja sér aukna þekkingu og færni og fyrirtæki til að þjálfa sitt fólk. Nýliðaþjálfun, hópefli og símenntun er mikilvægur hluti í rekstri fyrirtækja sem getur falið í sér sparnað á tíma og fé þegar vel er að verki staðið. Styrkveitingar til fyrirtækja úr sjóðunum námu samtals á þriðja tug milljóna króna árið 2010 til fjölbreyttra verkefna.

 

Á afmælisráðstefnu sjóðanna 17. mars næstkomandi gefst tækifæri til að heyra m.a. frá stjórnendum Íslenska gámafélagsins,  Norðuráls og Samskipa um hvernig þeir hafa nýtt sjóðina til að byggja upp starfsfólk sitt. Ennfremur hvernig einstaklingar hafa nýtt starfsmenntastyrki. Sagt verður frá verkefnum sem sjóðirnir hafa hrundið úr vör og  reynst hafa vel.

Ráðstefna og afmælishóf Landsmenntar og Starfsafls
á Hótel Sögu 17. mars kl. 14:00-17:00:

Hvar vorum við? Hvert stefnum við?

 

14:00-14:15   Upphaf og stofnun sjóðanna, Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar

14:15-14:35   Starfsafl og Landsmennt; Höfum við gengið til góðs?  - Nýting sjóðanna; Kristín Njálsdóttir og Sveinn Aðalsteinsson

14:35-14:50   Viðhorf stéttarfélaga til fræðslu; Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags

14:50-15:05   Fyrirtækin og fræðslan: Reynsla Íslenska Gámafélagsins af þjónustu fræðslusjóðanna; Jón Þórir Frantzson, forstjóri ÍGF

15:05-15:20   Reynslusaga einstaklings, Berglind Freyja Búadóttir, nemandi í háskólabrú Keilis

15:20-15:35   Þýðing starfsmenntasjóðs fyrir fræðslu Norðuráls, Brian Daniel Marshall, fræðslustjóri Norðuráli  Grundartanga ehf.

15:35-16:10   Pallborð; Framtíðarsýn og hlutverk fræðslusjóða. Þátttakendur:  Jón Þórir Frantzson,forstjóri ÍGF, Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, Auður Þórhallsdóttir, fræðslustjóri Samskipa, Hjördís Þ. Sigurþórsdóttir, formaður AFLS Starfsgreinafélags

16:10-17:00   Samvera og umræður ásamt tónlistaratriði

 

Ráðstefnustjóri: Maríanna Traustadóttir

 

Skráning á landsmennt@landsmennt.is  eða starfsafl@starfsafl.is    

 

Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 14. mars 2011