Aðkoma lífeyrissjóða að uppbyggingu sprotafyrirtækja

Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, fjallaði um aðkomu lífeyrissjóða að uppbyggingu sprotafyrirtækja á sprotaþingi Samtaka sprotafyrirtækja og Samtaka iðnaðarins, sem haldið var með stuðningi SA o.fl. í höfuðstöðvum Marels. Ari byggði erindi sitt talsvert út frá lífeyrissjóðnum Framsýn þar sem hann gegnir varaformennsku í stjórn.

 

Ari sagði erfitt að lesa beint úr fjárfestingarstefnum lífeyris-sjóðanna hversu hátt hlutfall þeir vildu hafa í sprotafyrir-tækjum. Hjá Framsýn sagði hann stefnt að því að hlutfallið væri um 3-5% af eignum sjóðsins og sagðist hann skynja svipaðar áherslur hjá öðrum sjóðum. Veruleikinn væri þó sá að sprotafyrirtæki mynduðu 1% af eignum Framsýnar og rakti Ari m.a. dæmi um misjafnan árangur sjóðsins af fjárfestingum í sprotafyrirtækjum.

 

Spurning um arðsemiskröfu

Ari sagði aðkomu lífeyrissjóða að sprotafyrirtækjum verða að gerast í gegnum sérhæfða áhættufjárfestingarsjóði, lífeyris-sjóðir hefðu engin tök á að byggja sjálfir upp innviði sem innu með frumkvöðlum. Þá þýddi ekki að höfða til samvisku lífeyrissjóða þegar þeim væru kynnt fjárfestingartækifæri, almennt væri horft til 10% árlegrar ávöxtunar af hlutabréfum. Verkefni sjóðanna væri að ávaxta sitt pund og greiða út lífeyri. Ari sagði þó að langtímasjónarmið lífeyrissjóða hlytu að meta einhvers sköpun framtíðarfjárfestinga, störf og iðgjöld.

 

Sérstök vandamál

Ari fjallaði um ákveðin vandamál í íslensku starfsumhverfi, einkum hvernig hér skorti eðlilegt lagaumhverfi fyrir svokallaða samlagssjóði, sem ekki eru sjálfstæðir skattaðilar, en þeir virðast vera hið ákjósanlega form slíkra fjárfestinga. Til að forðast tvísköttun þyrftu því núverandi og væntanleg félög að skrást erlendis sem hefði bæði óhagræði og tortryggni í för með sér. Loks benti Ari á að flest ábata-sömustu fyrirtæki landsins eru innan við 25 ára gömul og því tiltölulega stutt síðan þau voru sprotafyrirtæki.

 

Sjá glærur Ara.