Aðalverkefnið að hækka laun þeirra sem setið hafa eftir

Í kjarasamningunum sem eru framundan er aðalverkefnið að hækka laun þeirra sem hafa af einhverjum ástæðum setið eftir í launaþróuninni. Þetta sagði Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2. Aðspurður um ákvörðun Reykjavíkurborgar um að setja 800 milljónir í að leysa mannekluvanda borgarinnar, sagði Vilhjálmur það vera innan ramma þess kjarasamnings sem í gildi er. Samtök atvinnulífsins funda nú með fulltrúum landssambanda verkalýðsfélaganna til að fara yfir stöðu mála og kynna áherslur samtakanna fyrir komandi kjarasamninga.

 

Í nýrri greinargerð SA um horfur í efnahagsmálum segir að takist að ná samstöðu um að nota það svigrúm sem fyrir hendi er til að koma launahækkunum til þeirra sem hafi setið eftir í stað almennra launahækkana, þá sé líklegt að það takist að varðveita þann árangur sem náðst hefur og skapa forsendur fyrir stöðugleika og áframhaldandi hagvexti.

 

Sjá nánar:

 

Frétt Stöðvar 2

 

Greinargerð SA um horfur í efnahagsmálum