Aðalfundur SVÞ 2014

Aðalfundur SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu, verður haldinn fimmtudaginn 20. mars nk. Að þessu sinni verður fundurinn tvískiptur. Hefðbundin aðalfundarstörf verða fyrir hádegi og hefjast kl. 8.30 í fundasalnum Kviku á 1. hæð í Húsi atvinnulífsins. Boðið er upp á léttan morgunverð frá kl. 8.00.

Dagskrá:

8.30         Setning fundar
 • Kjör fundarstjóra og fundarritara
 • Úrskurður um lögmæti fundar
 • Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
 • Reikningar samtakanna fyrir liðið reikningsár
 • Lýst kosningu formanns
 • Lýst kosningu í stjórn
 • Breytingar á samþykktum SVÞ
 • Kosning löggilts endurskoðanda
 • Lýst kosningu í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins
 • Ákvörðun árgjalda
 • Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál
 • Jón Gnarr borgarstjóri verður með skemmtilegt erindi

10.00        Fundarslit

Opin ráðstefna í tengslum við aðalfund SVÞ 
Hilton Reykjavík Nordica kl. 15-17


Sjá nánar á vef SVÞ