Aðalfundur SART, 6. mars á Grand Hótel Reykjavík

Aðalfundur SART- Samtaka atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði verður haldinn á Grand Hótel, Reykjavík, föstudaginn 6. mars nk. 


Fundurinn hefst kl. 10:00 árdegis með aðalfundarstörfum.

 

Að venju verður hádegisverður í boði Reykjafells, Rönning og Smith & Norland. 


Kl. 13:30 verður fundi fram haldið þar sem viðfangsefnið verður:
NÝSKÖPUN ATVINNULÍFSINS, ORKUNÝTING OG TÆKNI. 


Fyrirlesarar eru Þorsteinn Ingi Sigfússon frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Albert Albertsson frá HS Orku. 

 

Sjá vef SART