Aðalfundur Samorku 19. febrúar

Aðalfundur Samorku verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 19. febrúar. Opin dagskrá fundarins hefst kl. 13:30. Hana setur Franz Árnason formaður samtakanna og Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra flytur ávarp. Þá mun Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, flytja erindi um orkunýtingu og afrakstur auðlindar til almennings.