Aðalfundur SA 2010 - á síðasta degi vetrar

Aðalfundur Samtaka atvinnulífsins 2010 verður haldinn miðvikudaginn 21. apríl á síðasta degi vetrar. Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica.  Yfirskrift fundarins er ÍSLAND AF STAÐ.

Venjuleg aðalfundarstörf hefjast kl. 14 (í sal H) en opin dagskrá hefst kl. 15 (í sal A&B) með ávarpi Vilmundar Jósefssonar, formanns SA, og Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

Þá munu Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins og varaformaður SA, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, Stefán Friðriksson, framkvæmdastjóri Ísfélags Vestmannaeyja og Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og formaður Samtaka sprotafyrirtækja kynna hugmyndir sínar um hvað þurfi til að koma Íslandi af stað.

 

Viðhorf fundarmanna  til ýmissa mála verða könnuð á meðan fundi stendur með nýjum ljósabúnaði sem hefur verið fluttur sérstaklega til landsins.

 

Fundi lýkur kl. 16:30 þegar atvinnulífið kveður veturinn 2009-2010 og fagnar sumri. SA hvetja fólk úr atvinnulífinu til að taka daginn frá og skrá sig á aðalfund SA - komum Íslandi af stað!

 

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞÁTTTÖKU