Að efla traust almennings á atvinnulífinu

Traust almennings til fyrirtækja hefur verið mikið í deiglunni í Svíþjóð upp á síðkastið, meðal annars í kjölfar umdeildra kaupaukasamninga fyrirtækjastjórnenda. Sænsku samtök atvinnulífsins hafa unnið viðamikið starf í þessu sambandi. Þau hafa m.a. samþykkt leiðbeinandi reglur um stjórnarhætti fyrirtækja og héldu á dögunum mikla ráðstefnu um leiðir til þess að efla traust almennings til fyrirtækja.

 

Sænskur gestur á aðalfundi SA

Göran Trogen, framkvæmdastjóri hjá sænsku samtökum atvinnulífsins, hefur gegnt lykilhlutverki í þessu starfi samtakanna. Trogen verður gestur á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins, sem haldinn verður á Grand Hótel þriðjudaginn 4. maí nk. Þar mun Trogen flytja erindi um leiðir til þess að efla traust almennings á atvinnulífinu. Þess má geta að Göran Trogen er sameiginlegur fulltrúi norrænna atvinnurekenda í stjórn Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO. Dagskrá aðalfundar Samtaka atvinnulífsins verður kynnt nánar á næstunni.