50.000 kr. eingreiðsla til launafólks

Verði nýir kjarasamningar samþykktir fær launafólk sem samningarnir ná til sérstaka eingreiðslu kr. 50.000. Eingreiðslan miðast við fullt starf á tímabilinu 1. mars til 31. maí og er hugsuð sem uppbót fyrir þá frestun sem varð á gildistöku nýrra kjarasamninga. Á vinnumarkaðsvef SA geta aðildarfyrirtæki SA nálgast ítarlegar upplýsingar um eingreiðsluna vegna launaútreikninga.

 

Eingreiðslan nær til launamanna sem falla undir almenna kjarasamninga eftirtalinna félaga og sambanda:

 • Flóabandalagið (Efling, Hlíf, VSFK)
 • Rafiðnaðarsamband Íslands
 • Samiðn
 • Starfsgreinasamband Íslands (einnig Akranes, Húsavík og Þórshöfn)
 • VR / LÍV
 • Félag bókagerðarmanna
 • Matvís
 • Mjólkurfræðingafélag Íslands
 • VM félag vélstjóra og málmtæknimanna
 • Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja
 • Verkstjórasamband Íslands

Sjá nánar á Vinnumarkaðsvef SA

 

Nálgast má lykilorð á skrifstofu SA í síma 5910000 eða með því að senda póst á mottaka@sa.is