3,6% atvinnuleysi í febrúar

Í febrúarmánuði síðastliðnum voru skráðir 101.921 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 5.097 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum.  Þessar tölur jafngilda 3,6% af áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði í febrúar 2004.  Áætlaður mannafli á vinnumarkaði í febrúar 2004 var 140.215.

 

Meðalfjöldi atvinnulausra var um 0,2% meiri í febrúar en í janúar, en um 11,5% minni en í febrúar 2003. Að mati Vinnumálastofnunar má gera ráð fyrir að atvinnuástandið batni batni lítilsháttar í mars og að atvinnuleysið geti orðið á bilinu 3,3 til 3,6%. Mest var atvinnuleysið á Suðurnesjum, 4,4%, en minnst á Austurlandi, 2,2%. Atvinnuleysi á höfuðborgar-svæðinu var 3,8% en 3,3% á landsbyggðinni alls. Atvinnu-lausum konum hefur fjölgað um 1,1% milli mánaða, en atvinnulausum körlum hefur fækkað um  0,7%.

 

Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar (pdf-skjal).