3,5% atvinnuleysi í mars

Í mars voru skráðir 114.789 atvinnuleysisdagar á landinu öllu sem jafngilda því að 4.991 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum, eða 3,5% af áætlun efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytis um mannafla á vinnumarkaði. Meðalfjöldi atvinnulausra var um 2% minni en í febrúar sl., þegar atvinnuleysið mældist 3,6%, og 11,6% minni en mars 2003. Atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu mælist 3,9%, en 3% á landsbyggðinni. Mest er atvinnuleysið á Suðurnesjum, 4,3%, en minnst á Austurlandi, 1,9%.

 

Lítil breyting framundan

Að mati Vinnumálastofnunar er ekki líklegt að atvinnuástandið breytist mikið í apríl og telur stofnunin að atvinnuleysi geti orðið á bilinu 3,3 – 3,6%.

 

Sjá nánar á vef Vinnumálastofnunar.