Menntadagur atvinnulífsins fer fram í dag frá 09:00 - 10:00 en þetta er í áttunda sinn sem dagurinn er haldinn. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fer fram með rafrænum hætti og menntaverðlaun atvinnulífsins verða veitt af menntamálaráðherra, Lilju D. Alfreðsdóttur og forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni. Menntadagur atvinnulífsins er samstarfsverkefni Samorku, Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka fjármálafyrirtækja, Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og...
Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í dag fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Íslandshótel er Menntafyrirtæki ársins og Domino's Menntasproti ársins. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhentu verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fór í Sjónvarpi atvinnulífsins í morgun. Menntaverðlaun ársins 2021 Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri SA, Davíð Torfi Ólafsson,framkvæmdastjóri Ísl...
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent í Hörpu fimmtudaginn 4. febrúar 2021. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf. Tilnefningar sendist í tölvupósti til Samtaka atvinnulífsins á verdlaun@sa.is, eigi síðar en mánudaginn 21. desember. Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum. Menntafyrirtæki ársins er valið og menntasproti ársins útnefndur, en fyrirtæki sem tilnefnd eru verða að ...
Sköpun í alls kyns myndum var til umfjöllunar á Menntadegi atvinnulífsins sem fór fram í Hörpu 5. febrúar. Rúmlega 300 manns úr atvinnulífinu tóku þátt og enn fleiri horfðu á beina útsendingu frá fundinum. Upptökur af erindum frummælenda eru nú aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins hér á vef SA ásamt erindum úr málstofu sem fór fram eftir hressandi kaffihlé. Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt fyrirtækjum sem skara fram úr í fræðslu- og menntamálum. Orkuveita Reykjavíkur er Menntafyr...