Efnahagsmál - Samtök atvinnulífsins

Covid-19

24. mar. 2021 | Efnahagsmál
Vextir óbreyttir enn um sinn

Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun að meginvöxtum bankans yrði haldið óbreyttum, í samræmi við væntingar greiningaraðila. Standa þeir því enn í 0,75% sem er tveimur prósentustigum lægra en við upphaf heimsfaraldursins. Raunvextir bankans standa því í -3,2% miðað við 12 mánaða verðbólgu. Á þann mælikvarða eru raunstýrivextir nokkru lægri en hjá samanburðarþjóðum, enda mælist verðbólga hér á landi nokkuð meiri.  Á fundi nefndarinnar í byrjun febrúar síðastliðnum voru allir ne...

Lesa áfram

02. des. 2020 | Efnahagsmál
Launavísitalan er ekki vísitala meðallauna

Miklar hækkanir launavísitölunnar undanfarna 12 mánuði hafa verið í deiglunni. Ýmsum skýringum hefur verið varpað fram, m.a. að mældar launahækkanir séu tilkomnar vegna fækkunar starfa og aukins atvinnuleysis innan ákveðinna atvinnugreina. SA birtu ítarlega samantekt á áhrifaþáttum hækkunar launavísitölunnar á vef sínum þar sem tilgreindar eru tvær meginskýringar. Annars vegar hækkar launavísitalan iðulega í september og október af árstíðabundnum ástæðum en að þessu sinni kom endurnýjun nokk...

Lesa áfram

30. nóv. 2020 | Greining
Veirusýktar hagtölur

Hagstofan gaf í morgun út tölur um landsframleiðslu á þriðja ársfjórðungi, sem gefa til kynna að hagvöxtur hafi verið neikvæður um 10,4% prósent á fjórðungnum. Þessar tölur setja Ísland í flokk með þeim löndum sem einna verst hafa farið út úr heimsfaraldrinum á efnahagslegan mælikvarða. Á fyrstu þremur fjórðungum ársins er talið að landsframleiðslan hafi dregist saman um ríflega 8%, en nýjasta spá Seðlabankans gerir ráð fyrir 8,5% samdrætti á árinu öllu og þyrfti samdráttur á fjórða ársfjórðu...

Lesa áfram

19. nóv. 2020 | Efnahagsmál
Vaxtalækkun samhliða versnandi horfum

Seðlabanki Íslands ákvað í gær að lækka meginvexti bankans um 0,25 prósentur og verða þeir því 0,75%. Vaxtalækkunin var kærkomin og til þess fallin að styðja við heimili og fyrirtæki í þeirri djúpu efnahagslægð sem framundan er. Óvissan er hins vegar enn mikil og hefur hamlandi áhrif á atvinnuvegafjárfestingu og þar með efnahagsbatann. Hér líkt og oft áður skiptir höfuðmáli að hagstjórnaraðilar, Seðlabankinn og stjórnvöld, reyni eftir fremsta megni að draga úr óvissu og auka fyrirsjáanleika í...

Lesa áfram