Efnahagsmál - Samtök atvinnulífsins

Covid-19

20. okt. 2020 | Efnahagsmál
Áhyggjuefni að skuldasöfnun gæti orðið ósjálfbær

Það er áhyggjuefni að framreikningur ríkisfjármála, miðað við fyrirliggjandi hagspár, leiði að öðru óbreyttu til mikils og viðvarandi hallareksturs og skuldasöfnunar sem gæti orðið ósjálfbær ef ekki er brugðist við. Umsvif hins opinbera í hagkerfinu eru þegar mikil í alþjóðlegum samanburði. Þessi þróun er varhugaverð og kallar á skjót viðbrögð um leið og aðstæður leyfa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í umsögn SA um fjárlög fyrir árið 2021 og fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025. Umsagnarfr...

Lesa áfram

09. okt. 2020 | Efnahagsmál
Aukin óvissa á óvissutímum

Þrátt fyrir að vaxtaákvörðun Seðlabankans í vikunni hafi ef til vill ekki komið mörgum á óvart hafa ýmsar spurningar vaknað í kjölfarið. Seðlabankinn leikur lykilhlutverk í að stilla af væntingar á fjármálamörkuðum og því er mikilvægt að skilaboðin séu skýr þegar kemur að hans eigin aðgerðum á markaði, tilgangi þeirra og markmiði. Efnahagshorfur hafa versnað nokkuð í haust og enn frekar í kjölfar þróunar faraldurs síðustu daga og þeirra hertu sóttvarnaaðgerða sem gripið hefur verið til. Ein...

Lesa áfram

24. sep. 2020 | Efnahagsmál
Gömul lögmál gilda enn

Um þessar mundir keppast margir við að leita greiðustu leiðarinnar út úr Kórónukreppunni. Einhverjir hafa nefnt í því samhengi að sú leið felist í launahækkunum svo hægt sé að örva einkaneyslu. Í því sjónarmiði er hins vegar horft fram hjá þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Veruleg skerðing á starfsemi ýmissa undirstöðu atvinnugreina hefur dregið úr framleiðni í þjóðarbúinu. Undir slíkum kringumstæðum er sérstaklega erfitt að rökstyðja launahækkanir. Gengi krónunnar hefur veikst um 15%...

Lesa áfram

17. sep. 2020 | Efnahagsmál
Fiskur á þurru landi

Ísland er agnarsmá eyja í miðju Atlantshafi og útflutningsgreinar okkar standa undir verðmætasköpun þjóðarbúsins. Áframhaldandi velgengni og lífskjör okkar hvíla á því að vöxtur útflutningsgreina sé tryggður. Á árinu 2019 voru meðallaun á Íslandi eftir greiðslu skatta og bóta, leiðrétt fyrir verðlagi, þau fjórðu hæstu innan OECD. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Síðustu ár hafa útflutningsgreinar verið drifkraftur hagvaxtar, vöxtur sem hefur verið drifinn áfram af auknum tekju...

Lesa áfram