Efnahagsmál - Samtök atvinnulífsins

Covid-19

24. sep. 2020 | Efnahagsmál
Gömul lögmál gilda enn

Um þessar mundir keppast margir við að leita greiðustu leiðarinnar út úr Kórónukreppunni. Einhverjir hafa nefnt í því samhengi að sú leið felist í launahækkunum svo hægt sé að örva einkaneyslu. Í því sjónarmiði er hins vegar horft fram hjá þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir. Veruleg skerðing á starfsemi ýmissa undirstöðu atvinnugreina hefur dregið úr framleiðni í þjóðarbúinu. Undir slíkum kringumstæðum er sérstaklega erfitt að rökstyðja launahækkanir. Gengi krónunnar hefur veikst um 15%...

Lesa áfram

17. sep. 2020 | Efnahagsmál
Fiskur á þurru landi

Ísland er agnarsmá eyja í miðju Atlantshafi og útflutningsgreinar okkar standa undir verðmætasköpun þjóðarbúsins. Áframhaldandi velgengni og lífskjör okkar hvíla á því að vöxtur útflutningsgreina sé tryggður. Á árinu 2019 voru meðallaun á Íslandi eftir greiðslu skatta og bóta, leiðrétt fyrir verðlagi, þau fjórðu hæstu innan OECD. Við stöndum framarlega í alþjóðlegum samanburði. Síðustu ár hafa útflutningsgreinar verið drifkraftur hagvaxtar, vöxtur sem hefur verið drifinn áfram af auknum tekju...

Lesa áfram

01. sep. 2020 | Efnahagsmál
Norrænt atvinnulíf segir þörf á metnaðarfullum og hugrökkum aðgerðum

Eyjólfur Árni Rafnsson formaður SA, Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri og Davíð Þorláksson forstöðumaður tóku þátt í fjarfundi formanna atvinnurekendasamtakanna á Norðurlöndum síðastliðinn föstudag. Í ályktun fundarins segir m.a. að kórónuveiran ógni ekki aðeins lífum og heilsu heldur einnig fyrirtækjum og störfum. Niðursveiflan hafi verið djúp og að veruleg óvissa sé, einkum fyrir útflutningsfyrirtæki. Reiknað sé með að viðspyrna taki einhver ár. Réttar framtíðarmiðaðar umbætur g...

Lesa áfram

27. ágú. 2020 | Efnahagshorfur
Óbreyttir vextir á óvissutímum

Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að halda meginvöxtum bankans, þ.e. vöxtum á sjö daga bundnum innlánum, óbreyttum í 1%. Vextirnir hafa því lækkað um 2,75 prósentur á einu ári eða um 1,75 prósentur eftir að áhrifa Covid-19 fór að gæta. Hafa nafnvextir bankans aldrei verið lægri. Helstu rökin sem liggja að baki ákvörðuninni eru þau að kjölfesta verðbólguvæntinga hefur haldist traust og að verðbólguvæntingar til meðallangs og langs tíma hafa haldist nær óbreyttar, þó að skemmri tíma...

Lesa áfram