Vinnumarkaður - Samtök atvinnulífsins

Vinnumarkaður

Vinnumarkaðssvið SA kappkostar að veita aðildarfyrirtækjum samtakanna góða þjónustu á sviði kjara- og starfsmannamála. Hlutverk vinnumarkaðssviðs er m.a. að veita fyrirtækjum lögfræðilega ráðgjöf í vinnumarkaðs- og vinnuréttarmálum og að gæta hagsmuna SA og aðildarfyrirtækja í samskiptum við stéttarfélög og stjórnvöld.

12. jan. 2017 | Vinnumarkaður
Alvarleg þróun á vinnumarkaði

Á árinu 2016 var nýgengi örorku í fyrsta sinn meira en náttúruleg fjölgun starfsfólks á vinnumarkaði, sem felur í sér að innlendum starfsmönnum fækkaði á vinnumarkaði. Með náttúrulegri fjölgun starfsfólks er átt við fjölgun íbúa á aldursbilinu 16-74 ára miðað við 80% atvinnuþátttöku. Ekki er reiknað með aðflutningi erlendra starfsmanna í náttúrulegri fjölgun. Með nýgengi örorku er átt við fjölda þeirra sem fá úrskurð um 75% örorkumat. Það jafngildir í flestum tilvikum því að viðkomandi einsta...

Lesa áfram

15. des. 2016 | Vinnumarkaður
Ný löggjöf um útlendinga 1. janúar 2017

Aukin umsvif í efnahagslífinu að undanförnu hafa leitt til þess að atvinnuleysi er í lágmarki. Sívaxandi eftirspurn íslensks atvinnulífs eftir sérhæfðum sérfræðingum og öðru starfsfólki verður að mæta að hluta með komu fólks erlendis frá. Á síðasta þingi var samþykkt ný löggjöf um útlendinga sem tekur gildi um áramót. Markmið lagasetningarinnar er m.a. að auka samkeppnishæfni landsins. Tímabundið atvinnuleyfi veitt í allt að tvö árHeimilt verður að veita tímabundið atvinnuleyfi í allt að tvö ...

Lesa áfram

15. des. 2016 | Vinnumarkaður
Lífeyrisframlag hækkar einnig hjá háskólamönnum

Samtök atvinnulífsins hafa gengið frá samkomulagi um hækkun lífeyrisframlags hjá háskólamönnum sem falla undir kjarasamninga SA og félaga háskólamanna. Mótframlag atvinnurekanda verður það sama og hjá öðrum launamönnum á almennum vinnumarkaði og hækkar því úr 8% í 8,5%. Mótframlagið verður 10% frá 1. júlí 2017 og 11,5% frá 1. júlí 2018. Um skiptingu iðgjaldsins í samtryggingarsjóð og séreignarsjóð fer samkvæmt lögum um lífeyrissjóði og eftir atvikum samþykktum hlutaðeigandi lífeyrissjóðs. Um ...

Lesa áfram

24. nóv. 2016 | Vinnumarkaður
Sérstakar hækkanir lægstu launa hafa að mestu gengið upp allan launastigann

Undanfarinn áratug hafa stéttarfélög verkafólks náð fram kröfum sínum um sérstakar hækkanir lægstu launa umfram hærri laun. Kauptaxtar hafa hækkað um tilteknar krónutölur sem falið hafa í sér mun meiri hlutfallshækkanir lægstu launa en þær almennu hlutfallshækkanir sem um hefur samist. Slíkar kröfur njóta iðulega mikils stuðnings almennings og stjórnmálamanna, a.m.k. í orði kveðnu. Stuðningur við slíka kjarastefnu byggir á sanngirnissjónarmiðum og þeirri staðreynd að lægstu laun eru alltaf ta...

Lesa áfram

2017