Litla Íslands efnir til Smáþings fimmtudaginn 1. febrúar 2018.
Þingið fer fram á Hilton Reykjavík Nordica kl. 15-16.30.

Þar verða markaðsmál lítilla og meðalstórra fyrirtækja í kastljósinu.

  • Hvernig á að ná í nýja viðskiptavini?
  • Hvernig á að halda núverandi viðskipavinum?
  • Hvað er að gerast á markaðnum?

Tölur um umfang og mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja verða birtar á þinginu auk þess sem bent verður á leiðir til að bæta starfsumhverfið. Frumkvöðlar segja reynslusögur og fram fara umræður.

Netagerð fer fram að loknum fundi með tónlist og tilheyrandi.  

Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá sig. 

Dagskrá verður birt fljótlega en hægt er að skrá þátttöku hér að neðan og tryggja sér þingsæti 1. febrúar.

Litla Ísland er vettvangur þar sem lítil fyrirtæki vinna að stórum hagsmunamálum.

Bakhjarlar Litla Íslands eru SAF, SVÞ, SI, SFF og SA. Kynning á þjónustu samtakanna fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki verður fyrir og eftir Smáþing. Sjáumst!

SKRÁNING