Fréttir - 

05. nóvember 2014

Tímabær lækkun stýrivaxta

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Tímabær lækkun stýrivaxta

Samtök atvinnulífsins fagna tímabærri vaxtalækkun en pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að lækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur. Skilaboð Seðlabankans um skilyrði til að lækka vexti enn frekar er jafnframt þörf áminning til aðila vinnumarkaðarins.

Samtök atvinnulífsins fagna tímabærri vaxtalækkun en pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að lækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur. Skilaboð Seðlabankans um skilyrði til að lækka vexti enn frekar er jafnframt þörf áminning til aðila vinnumarkaðarins.

Í yfirlýsingu peningastefnunefndar segir:

„Fram­vinda nafn­vaxta ræðst eins og alltaf af þróun eft­ir­spurn­ar og verðbólgu. Verði launa­hækk­an­ir í kom­andi kjara­samn­ing­um í sam­ræmi við verðbólgu­mark­mið gætu skap­ast for­send­ur fyr­ir frek­ari lækk­un nafn­vaxta. Mikl­ar launa­hækk­an­ir og vöxt­ur eft­ir­spurn­ar gætu hins veg­ar grafið und­an ný­fengn­um verðstöðug­leika og valdið því að hækka þurfi vexti á ný.“

Tengt efni:

Yfirlýsing peningastefnunefndar 5. nóvember 2014

Samtök atvinnulífsins