Vinnumarkaður - 

25. nóvember 2015

Þverpólitísk samstaða um lækkun tryggingagjalds

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þverpólitísk samstaða um lækkun tryggingagjalds

Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins um fjárlög ríkisins með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi kom fram þverpólitísk samstaða um að lækka þurfi tryggingagjaldið. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að árlegt gjald sé um 20 til 25 milljörðum króna hærra en það eigi að vera þar sem atvinnuleysi hefur minnkað hratt.

Á opnum umræðufundi Samtaka atvinnulífsins um fjárlög ríkisins með fulltrúum allra stjórnmálaflokkanna á Alþingi kom fram þverpólitísk samstaða um að lækka þurfi tryggingagjaldið. Samtök atvinnulífsins hafa bent á að árlegt gjald sé um 20 til 25 milljörðum króna hærra en það eigi að vera þar sem atvinnuleysi hefur minnkað hratt.

Tryggingagjaldið kemur harðast niður á litlum og meðalstórum fyrirtækjum þar sem flest ný störf verða til. Fyrirtæki sem er með tíu starfsmenn í vinnu greiðir í raun laun þess ellefta en hann fær ekki  að koma í vinnuna.

Fyrirtæki í skapandi greinum verða sérstaklega illa úti en hátt tryggingargjald minnkar getu fyrirtækja til að hækka laun eða ráða fleiri í vinnu. Stór hluti af tryggingargjaldinu rennur í dag til ríkissjóðs til að fjármagna atvinnuleysi sem er horfið.

undefined

Umræðufundur SA fór fram í Hörpu 18. nóvember sl. en yfirskrift fundarins var Hvert fara peningarnir þínir? Þátttakendur voru Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Brynhildur S. Björnsdóttir, stjórnarformaður Bjartrar framtíðar, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Ásta Guðrún Helgadóttir, þingmaður Pírata og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins.

Brynhildur sagði á fundinum að tryggingargjaldið væri slæmt, það væri ósýnilegur kostnaður á launaseðlinum og skoraði hún á fjármálaráðherra að beita sér fyrir lækkun þess. Bjarkey sagði það skoðun Vinstri grænna að það mætti skoða lækkun tryggingagjaldsins enda væri atvinnuleysi nánast ekki neitt sem gjaldinu væri ætlað að fjármagna.

Katrín sagðist sjá fyrir sér að tryggingagjaldið lækki hraðar en það hefur gert. Leggja eigi áherslu á það enda hafi gjaldið neikvæð t.d. neikvæð áhrif á hugverkagreinar. Vilji sé til þess að fyrirtækin vaxi og dafni á Íslandi en ekki erlendis en mörg þeirra geri það ekki í dag.

Sigurður Ingi sagði að sannarlega eigi að skoða lækkun tryggingagjaldsins, sérstaklega í ljósi áhrifa þess á lítil og meðalstór fyrirtæki sem eru 9 af hverjum 10 fyrirtækja á Íslandi.

Bjarni sagði bæði rétt og nauðsynlegt að ná tryggingargjaldinu niður. Undir lok umræðnanna sagði Katrín Júlíusdóttir að sér heyrðist vera komin pólitísk samstaða um að lækka tryggingagjaldið og stjórnmálamennirnir hljóti að geta fundið einhverjar leiðir til þess.

Hvað tefur?
Samtök atvinnulífsins efndu til sambærilegs umræðufundar í Hörpu 18. apríl 2013 með formönnum fimm stærstu stjórnmálaflokkanna. Algjör samstaða reyndist þá meðal  formannanna Bjartrar framtíðar, Framsóknarflokks, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um að lækka tryggingagjaldið - fáeinum dögum fyrir Alþingiskosningarnar. Því er von að spurt sé hvað tefur í þessum efnum?

undefined

Hægt er að horfa á umræður flokkanna um tryggingagjaldið hér að neðan ásamt stuttu innslagi Samtaka atvinnulífsins um skattgreiðslur fyrirtækja.

Umræður stjórnmálaflokkanna - smelltu á myndina til að horfa

undefined

Innslag SA um skattgreiðslur fyrirtækja - smelltu á myndina til að horfa

undefined

Á fundinum var lögð fram greining efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins á fjármálum ríkisins.

Samtök atvinnulífsins