Menntamál - 

20. október 2016

Þróunarsjóður fagháskólanáms stofnaður

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Þróunarsjóður fagháskólanáms stofnaður

Í samræmi við tillögur verkefnishóps um fagháskólanám lýsa mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samtök atvinnulífsins (SA), Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og BSRB, yfir vilja sínum til þess að stofna þróunarsjóð um sérstakt þróunarverkefni um fagháskólanám. Skrifað var undir yfirlýsingu þessa efnis í vikunni.

Í samræmi við tillögur verkefnishóps um fagháskólanám lýsa mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samtök atvinnulífsins (SA), Alþýðusamband Íslands (ASÍ) og BSRB, yfir vilja sínum til þess að stofna þróunarsjóð um sérstakt þróunarverkefni um fagháskólanám. Skrifað var undir yfirlýsingu þessa efnis í vikunni.

Sjóðurinn kostar þróun og kennslu námsleiða sem nýtast sem fyrirmyndir um skipulag, nám og gæði í fagháskólanámi, auk þess að standa straum af kostnaði við rekstur verkefnisins, kynningu þess og innleiðingu.

SA, ASÍ og BSRB lýsa sameiginlega yfir vilja til að til að starfsmenntasjóðir á forræði aðila eða aðildarsamtaka þeirra setji í sjóðinn 50 milljónir króna við stofnun hans hinn 1. janúar næstkomandi.

Mennta- og menningarmálaráðherra, fyrir hönd ríkistjórnar Íslands, lýsir yfir vilja til að við gerð fjárlaga árið 2017 verði veitt 100 milljónum króna framlagi í sjóðinn.

Sjóðinn skal nýta vorið 2017 og skólaárið 2017-18.

Í stjórn sjóðsins skulu sitja fimm stjórnarmenn, tveir fulltrúar skipaðir af ráðherra og þrír tilnefndir af öðrum stofnaðilum.

Samtök atvinnulífsins