Menntamál - 

16. júlí 2015

Starfsmenntakerfið verði einfaldað

Menntun í fyrirtækjum

Menntun í fyrirtækjum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Starfsmenntakerfið verði einfaldað

Samtök atvinnulífsins hafa ásamt Alþýðusambandi Íslands unnið að því að endurskoða starfsmenntakerfið með einföldun og gegnsæi í huga. Vinnan byggir á bókun í kjarasamningi en sérstaklega er horft til hagsmuna fyrirtækja. Áhersla er lögð á að koma upp sameiginlegri vefgátt annars vegar sem einfaldar m.a. umsóknarferli fyrirtækja í starfsmenntasjóði og fræðslustofnanir.

Samtök atvinnulífsins hafa ásamt Alþýðusambandi Íslands unnið að því að endurskoða starfsmenntakerfið með einföldun og gegnsæi í huga. Vinnan byggir á bókun í kjarasamningi en sérstaklega er horft til hagsmuna fyrirtækja. Áhersla er lögð á að koma upp sameiginlegri vefgátt annars vegar sem einfaldar m.a. umsóknarferli fyrirtækja í starfsmenntasjóði og fræðslustofnanir. 

Hins vegar verður farið í átak sem miðar að því að kynna starfsmenntasjóðina og fræðslustofnanir og möguleika fyrirtækja til að hækka menntunarstig innan sinna raða með því að ýta undir færni og þekkingu starfsmanna. Er stefnt að því að verkefnið verði farið af stað á haustmánuðum og mun kynning verða fyrir starfsmanna- og mannauðsstjóra þegar nær dregur.

Samtök atvinnulífsins