Vinnumarkaður - 

10. mars 2015

SGS hafnar stöðugleikanum

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

SGS hafnar stöðugleikanum

Starfsgreinasamband Íslands sleit í dag samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga. SGS hafnar nálgun SA um að halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika. Í stað þess er nálgun SGS að krefjast tugprósenta launahækkana sem mun leiða til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar.

Starfsgreinasamband Íslands sleit í dag samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins um endurnýjun kjarasamninga. SGS hafnar nálgun SA um að halda áfram að byggja upp kaupmátt launa á grundvelli verðstöðugleika. Í stað þess er nálgun SGS að krefjast tugprósenta launahækkana sem mun leiða til mikillar verðbólgu á skömmum tíma og stökkbreyta verðtryggðum skuldum heimila og fyrirtækja, hækka vexti og fella gengi krónunnar.

SA hafa á undanförnum vikum lagt fram ítarleg gögn og greiningar á samningafundum með SGS og hjá ríkissáttasemjara sem sýna að sú leið sem Starfsgreinasambandið vill fara er ófær. Verði hún farin mun hún valda samfélaginu miklu tjóni og gera að engu þann mikla árangur sem náðist í kjölfar síðustu kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

SGS boða verkfallsaðgerðir en tjón sem verkföllin munu valda er alfarið á ábyrgð sambandsins. Samtök atvinnulífsins geta undir engum kringumstæðum fallist á að leggja upp í ferð sem vitað er að muni enda með ósköpum.

Samtök atvinnulífsins