Fréttir - 

12. október 2014

Samspil iðnaðar og sjávarútvegs lykilatriði

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samspil iðnaðar og sjávarútvegs lykilatriði

Þór Ásgeirsson, aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fjallaði um mikilvægi íslensks sjávarútvegs fyrir starfsemi skólans á Sjávarútvegsdeginum sem fór nýverið fram. Skólinn býður upp á hagnýtt nám í öllum greinum sjávarútvegs og fiskeldis fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndunum. Sjávarútvegsskólinn tók til starfa árið 1998 en um 300 sérfræðingar frá meira en 45 löndum hafa farið í gegnum hálfs árs þjálfun á Íslandi til að efla sjávarútveg í sínu heimalandi. Þá hefur skólinn haldið um 40 námskeið í 15 löndum þar sem rúmlega 1000 manns hafa tekið þátt – til að kynna sér það besta sem íslenskur sjávarútvegur hefur upp á að bjóða og hvað af honum megi læra.

Þór Ásgeirsson, aðstoðarforstöðumaður Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna, fjallaði um mikilvægi íslensks sjávarútvegs fyrir starfsemi skólans á Sjávarútvegsdeginum sem fór nýverið fram. Skólinn býður upp á hagnýtt nám í öllum greinum sjávarútvegs og fiskeldis fyrir sérfræðinga frá þróunarlöndunum. Sjávarútvegsskólinn tók til starfa árið 1998 en um 300 sérfræðingar frá meira en 45 löndum hafa farið í gegnum hálfs árs þjálfun á Íslandi til að efla sjávarútveg í sínu heimalandi. Þá hefur skólinn haldið um 40 námskeið í 15 löndum þar sem rúmlega 1000 manns hafa tekið þátt – til að kynna sér það besta sem íslenskur sjávarútvegur hefur upp á að bjóða og hvað af honum megi læra.

undefined

Starf Sjávarútvegsskólans er mikilvægt en hann veitir einnig skólastyrki til framhaldsnáms á Íslandi á masters og doktorsstigi. En hvers vegna var skólinn settur á fót hér?

Þór segir þrennt hafa ráðið því. Hér sé rekinn öflugur og framsækinn sjávarútvegur, fiskveiðistjórnun sé þróuð, og góð og opin tengsl á milli rannsóknastofnana, háskóla og iðnaðar. Raunar segir hann  gott samstarf Sjávarútvegsskólans við íslenskan fiskiðnað lykilinn að því hversu vel hafi tekist til en skólinn hefur heimsótt rúmlega 40 fyrirtæki sem hafa tekið  erlendum nemendum opnum örmum. Fjöldi lokaverkefna hafa verið unnin í samstarfi við þau Þór segir fyrirtækin sjá sér mikinn hag í því að tengjast nemendunum sem sjái oft reksturinn í nýju ljósi.

„Þetta er gagnkvæm örvun, nemendurnir koma með önnur viðhorf og nýjar spurningar. Stundum gagnrýni en oftar en ekki tengsl sem fyrirtækin geta jafnvel nýtt sér síðar.“

undefined

Sjá nánar:

Glærukynning Þórs Ásgeirssonar (PDF)

Vefur Sjávarútvegsskólans

Sjávarútvegsdagurinn er samstarfsverkefni SA, Deloitte, LÍU og SF

Gögn og fréttir frá deginum má nálgast hér.

Stikla á YouTube um skólann:

Samtök atvinnulífsins