Vinnumarkaður - 

23. júní 2015

Samið við iðnaðarmenn til ársloka 2018

Kjarasamningar

Kjarasamningar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Samið við iðnaðarmenn til ársloka 2018

Samtök atvinnulífsins og sex félög iðnaðarmanna skrifuðu í gærkvöld undir kjarasamninga sem munu gilda til ársloka 2018. Boðuðu verkfalli félaganna sem hefjast átti á miðnætti var því aflýst. Samningarnir eru í meginatriðum hliðstæðir kjarasamningum SA, VR, SGS og Flóabandalagsins sem skrifað var undir 29. maí sl. og hafa verið samþykktir af félagsmönnum verkalýðsfélaganna. Atkvæðagreiðslu um nýja samninga iðnaðarmanna skal lokið eigi síðar en 15. júlí.

Samtök atvinnulífsins og sex félög iðnaðarmanna skrifuðu í gærkvöld undir kjarasamninga sem munu gilda til ársloka 2018. Boðuðu verkfalli félaganna sem hefjast átti á miðnætti var því aflýst. Samningarnir eru í meginatriðum hliðstæðir kjarasamningum SA, VR, SGS og Flóabandalagsins sem skrifað var undir 29. maí sl. og hafa verið samþykktir af félagsmönnum verkalýðsfélaganna. Atkvæðagreiðslu um nýja samninga iðnaðarmanna skal lokið eigi síðar en 15. júlí.

Skrifað var undir samninga við Samiðn, Rafiðnaðarfélag Íslands (RSÍ), Grafíu/Félag bókagerðarmanna, Félag hársnyrtisveina, VM (Félag vélstjóra og málmtæknimanna) og MATVÍS (Matvæla- og veitingafélag Íslands) hjá ríkissáttasemjara en samningana má nálgast hér að neðan.

Það er ánægjulegt að ná samningi við þessi sex fé lög iðnaðarmanna og þá er kominn á kjarasamningur við þorra starfsfólks á almennum vinnumarkaði til langs tíma. Þetta er einstaklega ánægjulegt og ákveðinn léttir að tekist hafi að koma í veg fyrir þær verkfallsaðgerðir sem höfðu verið boðaðar,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, í Morgunblaðinu í dag.

Þorsteinn segist ánægður með þá vissu um launaþróun næstu ára sem fylgi nýsamþykktum kjarasamningum. „Það er ákjósanlegt að fyrirsjáanleiki ríki til lengri tíma litið,“ segir hann. Þorsteinn segir samningana þó setja töluverða pressu á kostnað fyrirtækja. „Við vonum að fyrirtæki leiti allra leiða til að lágmarka verðlagsáhrif af samningunum,“ segir hann, í ljósi fyrirvara í samningunum um þróun kaupmáttar á næstu árum.

Sjá nánar einstaka samninga:

Samiðn

Rafiðnaðarfélag Íslands

Grafía/Félag bókagerðarmanna

Félag hársnyrtisveina

VM

MATVÍS

Samtök atvinnulífsins