Menntamál - 

10. október 2014

Öflugt menntakerfi stærsta efnahagsmálið

Áherslur SA

Áherslur SA

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Öflugt menntakerfi stærsta efnahagsmálið

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa gefið út rit um stöðu menntamála hér á landi og tillögur til úrbóta. Ritið ber heitið „Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun“. Til að bæta lífskjör og efla enn frekar samkeppnishæfni Íslands er grunnurinn öflugt menntakerfi. Í ritinu er lýst sýn atvinnulífsins á mikilvægi menntunar og þau sóknarfæri sem í henni felast til verðmætasköpunar í hagkerfinu.

Samtök atvinnulífsins og Viðskiptaráð Íslands hafa gefið út rit um stöðu menntamála hér á landi og tillögur til úrbóta. Ritið ber heitið „Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun“. Til að bæta lífskjör og efla enn frekar samkeppnishæfni Íslands er grunnurinn öflugt menntakerfi. Í ritinu er lýst sýn atvinnulífsins á mikilvægi menntunar og þau sóknarfæri sem í henni felast til verðmætasköpunar í hagkerfinu.

Í ritinu kemur fram að þrátt fyrir að Ísland verji hlutfallslega miklum fjármunum til menntamála stendur það höllum fæti gagnvart nágrannalöndunum í flestum lykilmælikvörðum.

Tillögum að úrbótum er skipt í þrjá kafla. Leiðir sem stuðla að auknum árangri, auknu valfrelsi og meiri ráðdeild. Í þeim er m.a. lagt til að:

  • Ríki og sveitarfélög skilgreini tækifærin og áskoranir með skýrri stefnumörkun og vinni eftir markvissri aðgerðaráætlun.
  • Endurgjöf og frammistöðumat til kennara verði aukið, fagleg forysta skólastjórnenda efld og farið verði í endurbætur á kennaramenn.
  • Skólum og stjórnendum þeirra verði gefið aukið sjálfstæði.
  • Stytting námstíma til stúdentsprófs og endurskoðun iðn- og starfsnáms verði innleidd hið fyrsta, samhliða rekstraraðhaldi til þess að ná fram betri nýtingu þeirra fjármuna sem varið er í menntakerfið.
  • Ýtt undir gegnsæi og greitt aðgengi að upplýsingum um skólakerfið

Sjá nánar:

Stærsta efnahagsmálið – Sóknarfæri í menntun (PDF)

Samtök atvinnulífsins