Vinnumarkaður - 

20. júní 2014

Óbilgirni flugvirkja viðheldur óvissu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Óbilgirni flugvirkja viðheldur óvissu

Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins og Icelandair reyndi til hins ýtrasta í vikunni að ná samningum við flugvirkja hjá Icelandair með því að bjóða upp á ýmsar útfærslur í nýjum kjarasamningi til skemmri og lengri tíma. Í því sambandi var m.a. litið til breytinga sem hefðu getað leitt til hagræðingar og komið báðum aðilum til góða. Fyrir liggur að flugvirkjar hjá Icelandair hafa notið óvenju hagstæðrar launaþróunar undanfarin ár og eru með hærri laun en sambærilegir hópar.

Samninganefnd Samtaka atvinnulífsins og Icelandair reyndi til hins ýtrasta í vikunni að ná samningum við flugvirkja hjá Icelandair með því að bjóða upp á ýmsar útfærslur í nýjum kjarasamningi til skemmri og lengri tíma. Í því sambandi var m.a. litið til breytinga sem hefðu getað leitt til hagræðingar og komið báðum aðilum til góða. Fyrir liggur að flugvirkjar hjá Icelandair hafa notið óvenju hagstæðrar launaþróunar undanfarin ár og eru með hærri laun en sambærilegir hópar.

Yfirlýsing formanns Flugvirkjafélagsins, í kjölfar þess að félagið dró verkfallsboðun sína til baka, um að hlé yrði á verkfallsaðgerðum í júlí, felur í sér að áfram vofir óvissa yfir ferðaþjónustunni. Flugvirkjafélagið hefur ekki dregið úr óbilgjörnum launakröfum sínum og því hefur staða viðræðnanna ekkert breyst. Vonandi verður breyting þar á því mikilvægt er að aðilar nái saman svo hægt sé að verja útflutnings- og samkeppnisgreinar landsins, öllum til hagsbóta.

Aðilar vinnumarkaðar hafa unnið að því undanfarin misseri að breyta vinnubrögðum við gerð kjarasamninga sem m.a. hafa falið í sér að standa vörð um samkeppnishæfni útflutningsgreina og treysta atvinnuöryggi þeirra sem þar starfa. Launakröfur flugvirkja og aðgerðir þeirra ganga þvert á þá stefnu með því að grafa undan samkeppnisstöðu flugrekstursins og atvinnuöryggi starfsfólks í ferðaþjónustu. Þá er vekur athygli að óbilgirni Flugvirkjafélagsins er meiri gagnvart Icelandair, þar sem aðgerðir þess valda mestu þjóðfélagstjóni, en öðrum flugrekendum.

Tengt efni: Óaðgengilegar kröfur flugvirkja - 18. júní 2014

Samtök atvinnulífsins