Samkeppnishæfni - 

11. júlí 2017

Leiðir til að auka  samkeppnishæfni atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Leiðir til að auka  samkeppnishæfni atvinnulífsins

BusinessEurope, samtök atvinnulífsins í Evrópu, hafa gefið út nýja stefnumörkun þar sem bent er á leiðir til auka samkeppnishæfni atvinnulífsins og bæta lífskjör í álfunni. Marcus J. Beyrer, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að Evrópusambandið, verði að endurskoða atvinnustefnu sína frá grunni og setja sér metnaðarfull markmið. Aðeins með því að efla atvinnulífið og búa því hagstæð skilyrði verði hægt að snúa þróuninni við en samkeppnishæfni Evrópu hefur verið að minnka stöðugt á undanförnum árum.

BusinessEurope, samtök atvinnulífsins í Evrópu, hafa gefið út nýja stefnumörkun þar sem bent er á leiðir til auka samkeppnishæfni atvinnulífsins og bæta lífskjör í álfunni. Marcus J. Beyrer, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að Evrópusambandið, verði að endurskoða atvinnustefnu sína frá grunni og setja sér metnaðarfull markmið. Aðeins með því að efla atvinnulífið og búa því hagstæð skilyrði verði hægt að snúa þróuninni við en samkeppnishæfni Evrópu hefur verið að minnka stöðugt á undanförnum árum.

Að mati BusinessEurope mun ný tækni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Sum störf munu hverfa og önnur verða til og fjöldi fólks mun þurfa að tileinka sér nýja hæfni og þekkingu.

„Hraðar tæknibreytingar og sviptingar í stjórnmálum á alþjóðavettvangi er veruleiki sem við búum við,“ segir Marcus og bætir við að á sama tíma sé vaxandi stuðningur við haftastefnu og einangrunarhyggju í heiminum. „Evrópa verður að styðja við fyrirtækin sín en ekki með því að horfa inn á við og reisa múra.“

Að mati BusinessEurope mun ný tækni hafa mikil áhrif á vinnumarkaðinn. Sum störf munu hverfa og önnur verða til og fjöldi fólks mun þurfa að tileinka sér nýja hæfni og þekkingu. Því mun reyna á að aðilar vinnumarkaðarins, fræðasamfélagið og stjórnvöld vinni vel saman svo fólk muni njóta raunverulegs ávinnings af tækniframförum í náinni framtíð.

BusinessEurope fjallar í ritinu um fjölmörg svið þar sem nauðsynlegt er að grípa strax til aðgerða en einnig er mörkuð langtímasýn. Ritið má nálgast hér að neðan en fjallað er m.a. um eftirfarandi málaflokka.

Orka

  • Hraða þarf afnámi niðurgreiðslu á orku úr jarðefnaeldsneyti. Styrkja þarf orkuinnviði til að tryggja heildstæðan orkumarkað álfunnar.

Rannsóknir og nýsköpun

  • Tryggja þarf nægjanlegt fjármagn til úthlutunar til rannsókna, þróunar og nýsköpunar í náinni framtíð þar sem núverandi fjármögnun er ófullnægjandi.

Hringrásarhagkerfið

  • Auka þarf vitund um sjálfbæra og betri nýtingu aðfanga og auka endurvinnslu, endurnýtingu og draga úr sóun.

Gagnameðferð

  • Tryggja þarf flæði gagna og afnema takmarkanir á því hvar gögn eru varðveitt. Skapa verður evrópskt tengslanet um nýsköpun á þessu sviði. Mikilvægt er að nýta öll tækifæri sem gervigreind skapar.

Menntun og þjálfun

  • Leggja þarf áherslu á þau svið þar sem augljós skortur er á þekkingu til framtíðar. Menntakerfið verður að bregðast fyrr við breytingum í atvinnulífinu og þeim kröfum sem breytingunum fylgir og þetta þarf að ná til starfsmenntunar og þjálfunar.

Fjárfestingar

  • Auka þarf fé til fjárfestingar til framtíðar og fá einkafjármagn til liðs við opinbert fé. Opinberu fjármagni ESB þarf að beina til atvinnulífsins og tryggja að fyrirtæki af öllum stærðum hafi þar aðgang og geti ráðist í fjárfestingar.

Viðskipti

  • Ljúka þarf fríverslunarsamningi við Japan og tryggja að slíkur samningur öðlist gildi sem fyrst.

Samkeppni

  • Samrunareglur ESB verða að styðja nýsköpun og mega ekki leggja stein í götu nýsköpunarfyrirtækja í upplýsingatækni og lyfjaiðnaði. Einfalda verður samrunareglur og einblína á þau mál sem raunverulega skipta máli.

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins eiga aðild að BusinessEurope sem er málsvari fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum í 34 löndum.

Sjá skýrslu BusinessEurope:

Smelltu til að sækja © BusinessEurope

 

Samtök atvinnulífsins