Menntamál - 

28. nóvember 2016

Lærum í skýinu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Lærum í skýinu

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík, kl. 13.15 - 16.30. Yfirskrift fundarins er Lærum í skýinu.

Ársfundur Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins verður haldinn þann 30. nóvember n.k. á Grand hótel í Reykjavík, kl. 13.15 - 16.30. Yfirskrift fundarins er Lærum í skýinu

Aðalfyrirlesari fundarins er Alastair Creelman sem fjallar um hvert stefnir í notkun upplýsingatækni í námi og kennslu. Alastair starfar við Linneus Universitet  í Svíþjóð en erindi hans verður á ensku.

Fyrirmyndir í námi fullorðinna fá viðurkenningar og kynnt verða íslensk og erlend verkefni um hvernig hægt er að nýta ólíkar aðferðir, tæki og miðla til að læra.

Fundurinn er haldinn í samstarfi við Norrænt tengslanet um nám fullorðinna, NVL.

Dagskrá

Ávarp
Halldór Grönvold, formaður stjórnar FA

New arenas for learning – extending the discussion
Alastair Creelman, Linneus Háskólanum í Svíþjóð

Breytt staða
Reynslusögur námsmanna

Fyrirmyndir í námi fullorðinna
Verðlaunahafar tilkynntir og afhending verðlauna

Kaffihlé

Stuttar kynningar á verkefnum í framhaldsfræðslu
Særún Rósa Ástþórsdóttir, MSS
Margrét Sverrisdóttir, EPALE
Sólveig Zophoníasdóttir, Ný námsleið við Háskólann á Akureyri

Fundarstjóri er Guðrún Eyjólfsdóttir, varaformaður stjórnar FA.

Allir velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vefnum.

Um Fræðslumiðstöð atvinnulífsins:

Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var stofnuð af Alþýðusambandi Íslands og Samtökum atvinnulífsins í desember 2002. Árið 2010 var starfsemi FA víkkuð út með samþykkt aðildar BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytis.

Hlutverk  FA er að vera samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytis um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna.

Markmiðið er að veita starfsmönnum, sem ekki hafa lokið prófi frá framhaldsskóla, tækifæri til að afla sér menntunar eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði.

Samtök atvinnulífsins