Fréttir - 

19. október 2017

Kynningar frá opnum fundi SA í Hörpu

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kynningar frá opnum fundi SA í Hörpu

Samtök atvinnulífsins efndu til opins fundar í Hörpu í dag þar sem rætt var um stóru myndina í efnahagsmálunum, hvað Íslendingar geta lært af nágrannaþjóðunum og skynsamlegar leiðir til að viðhalda góðum lífskjörum á Íslandi.

Samtök atvinnulífsins efndu til opins fundar í Hörpu í dag þar sem rætt var um stóru myndina í efnahagsmálunum, hvað Íslendingar geta lært af nágrannaþjóðunum og skynsamlegar leiðir til að viðhalda góðum lífskjörum á Íslandi.

Kynningar frummælenda má nú nálgast hér á vef SA en til máls tóku Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður, SA, Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA og Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA.

Eyjólfur Árni fjallaði um óábyrga launastefnu hins opinbera og sagði blikur vera á lofti í efnahagsmálunum. Jafnframt sagði hann að það væri mikil óvissa framundan við gerð kjarasamninga.

Ræðu Eyjólfs má lesa í heild hér.

Halldór Benjamín sagði að efnahagsleg staða þjóðarbúsins væri einstök um þessar mundir og það væri óábyrgt að endurtaka mistök fortíðar með innihaldslausum launahækkunum. Íslendingar hafi verið heppnir þar sem verðbólga hafi ekki látið á sér kræla vegna hagstæðra ytri aðstæðna.

Ásdís Kristjánsdóttir fjallaði um mikilvægi þess að varðveita núverandi stöðu. Þá undirstrikaði hún að efnahagsleg hagsæld muni byggja á vexti útflutningsgreina og tryggja verði samkeppnishæfni þeirra. Ásdís benti jafnfram á að til að viðhalda hagvexti á næstu árum, án þess að auka skuldsetningu, þá þurfi að auka útflutning um 50 milljarða á ári.

Kynningar Halldórs og Ásdísar má nálgast hér að neðan (eitt skjal).

Smelltu til að sækja (PDF)

Samtök atvinnulífsins