Vinnumarkaður - 

11. mars 2015

Kröfur SGS ná til alls launafólks

Kjarasamningar

Kjarasamningar

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Kröfur SGS ná til alls launafólks

Kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem sleit í gær samningaviðræðum við SA felur í sér að laun allra félagsmanna 16 aðildarfélaga SGS verði hækkuð um 50-70%. Kröfugerðin hefur verið kynnt fjölmiðlum og almenningi sem láglaunaaðgerð sem miði að því að hækka eingöngu lægstu laun en svo er alls ekki. Reyndar er það svo að lægstu laun félagsmanna SGS myndu hækka hlutfallslega minnst yrði gengið að kröfunum. Starfsgreinasambandið fer nefnilega fram á sérstaka hækkun fyrir félagsmenn með meiri reynslu, þekkingu og sérhæfingu umfram þá sem hafa litla menntun og reynslu og eru á lægstu laununum.

Kröfugerð Starfsgreinasambandsins sem sleit í gær samningaviðræðum við SA felur í sér að laun allra félagsmanna 16 aðildarfélaga SGS verði hækkuð um 50-70%. Kröfugerðin hefur verið kynnt fjölmiðlum og almenningi sem láglaunaaðgerð sem miði að því að hækka eingöngu lægstu laun en svo er alls ekki. Reyndar er það svo að lægstu laun félagsmanna SGS myndu hækka hlutfallslega minnst yrði gengið að kröfunum. Starfsgreinasambandið fer nefnilega fram á sérstaka hækkun fyrir félagsmenn með meiri reynslu, þekkingu og sérhæfingu umfram þá sem hafa litla menntun og reynslu og eru á lægstu laununum.

Regluleg laun innan SGS 320.000 á mánuði

Grunnlaun félagsmanna SGS eru u.þ.b. 260.000 kr. að meðaltali á mánuði. Að viðbættum álögum eru regluleg laun þeirra fyrir dagvinnu u.þ.b. 320.000 kr. Að viðbættum yfirvinnugreiðslum eru mánaðartekjur félagsmanna SGS u.þ.b. 420.000 kr. Samkvæmt kröfum SGS hækkuðu grunnlaun í 420.000 kr., regluleg laun fyrir dagvinnu í 510.000 kr. og heildarlaunin í 670.000 kr. að meðaltali. Regluleg laun á almennum vinnumarkaði eru um 400.000 kr. á mánuði og heildarlaun um 470.000 kr. að meðaltali þannig að ef engir aðrir en félagsmenn SGS hækkuðu myndu laun fara  vel yfir meðallaun. Um það yrði aldrei friður á vinnumarkaði meðal annarra starfsstétta.

Störfum fækkar
Framundan er endurnýjun um 100 kjarasamninga á almennum vinnumarkaði og annar eins fjöldi hjá hinu opinbera. Ef SA féllist á kröfur SGS yrði niðurstaðan vegvísir fyrir aðra kjarasamninga og væntanlega stökkpallur fyrir enn hærri kröfur hærra launaðra hópa. Enda bíða önnur stéttarfélög átekta eftir niðurstöðum viðræðna SGS og SA og viðræður þokast lítt á þeim vettvangi.

Til að fylgja eftir kröfum sínum undirbýr SGS nú atkvæðagreiðslu um verkfall 12 þúsund félagsmanna sinna á landsbyggðinni. Forystumenn sambandsins stefna að verkfalli skömmu eftir páska en ekkert efnahagslegt svigrúm er til að verða við kröfunum. Viðbúið er að launahækkanir í anda SGS krafna hækki verð á vöru og þjónustu mikið, samdráttur verði í rekstri fyrirtækja og störfum fækki.

Tengt efni:

Umfjöllun í hádegisfréttum Bylgjunnar 11.3. 2015

Viðtal við framkvæmdastjóra SA í Bítinu á Bylgjunni 11.3. 2015

Viðtal við framkvæmdastjóra SA á morgunvakt RÚV 12.3. 2015

Samtök atvinnulífsins