Fréttir - 

09. október 2014

Íslensk þorsklifur í stað foie gras?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Íslensk þorsklifur í stað foie gras?

Með nýsköpun og góðri markaðssetningu er hægt að færa heiminum nýjar spennandi vörur úr hafinu umhverfis Ísland. Þetta er mat Kazuhiro Okochi matreiðslumeistara í Washington, sem er betur þekktur sem Kaz. Hann segir t.d. að hægt væri að elda íslenska þorsklifur eins og gæsalifur. Heimurinn væri eflaust sólginn í slíkt lostæti ekki síður en víðfrægt foie gras. Kaz telur að það sé mikið til af sjávarfangi sem megi nýta betur til að búa til verðmætar vörur.

Með nýsköpun og góðri markaðssetningu er hægt að færa heiminum nýjar spennandi vörur úr hafinu umhverfis Ísland. Þetta er mat Kazuhiro Okochi matreiðslumeistara í Washington, sem er betur þekktur sem Kaz. Hann segir t.d. að hægt væri að elda íslenska þorsklifur eins og gæsalifur. Heimurinn væri eflaust sólginn í slíkt lostæti ekki síður en víðfrægt foie gras. Kaz telur að það sé mikið til af sjávarfangi sem megi nýta betur til að búa til verðmætar vörur.  

Rætt var við Kaz á Sjávarútvegsdeginum sem fram fór í Hörpu 8. október, en dagurinn er samstarfsverkefni SA, Deloitte, LÍÚ og SF. Hægt er að horfa á viðtalið hér á vef SA og á Vimeo.

Samtök atvinnulífsins