Fréttir - 

04. febrúar 2015

Hvað gerist ef laun allra hækka jafn mikið og lækna?

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Hvað gerist ef laun allra hækka jafn mikið og lækna?

Í kjölfar kjarasamninga fjármálaráðuneytisins og lækna hefur verið vísað til þeirra sem fyrirmyndar í kjaraviðræðunum framundan á almennum vinnumarkaði. Capacent spurði Íslendinga álits á því í janúar hvaða áhrif það hefði ef allir aðrir fengju sömu launahækkanir og læknar. Niðurstaðan er skýr. Nærri átta af hverjum tíu telja að verðbólga muni aukast og verðtryggðar húsnæðisskuldir hækka. Þá telja rúmlega sjö af hverjum tíu að vextir muni hækka. Minnihluti landsmanna vill að aðrir fái sambærilegar launahækkanir og læknar.

Í kjölfar kjarasamninga fjármálaráðuneytisins og lækna hefur verið vísað til þeirra sem fyrirmyndar í kjaraviðræðunum framundan á almennum vinnumarkaði. Capacent spurði Íslendinga álits á því í janúar hvaða áhrif það hefði ef allir aðrir fengju sömu launahækkanir og læknar. Niðurstaðan er skýr. Nærri átta af hverjum tíu telja að verðbólga muni aukast og verðtryggðar húsnæðisskuldir hækka.  Þá telja rúmlega sjö af hverjum tíu að vextir muni hækka. Minnihluti landsmanna vill að aðrir fái sambærilegar launahækkanir og læknar.

Í könnuninni var spurt eftirfarandi spurningar um verðbólgu:

Telur þú að verðbólga muni aukast, standa í stað eða minnka ef samið verður við aðrar starfsstéttir í komandi kjarasamningum um sambærilegar hækkanir og læknar sömdu um?

undefined

79% telja að verðbólga muni aukast ef aðrir fá sambærilegar launahækkanir og læknar, 18,4% telja að hún standi í stað en 2,6% telja að hún myndi minnka.

Einnig var spurt um áhrif svo mikilla launahækkana á verðtryggðar húsnæðisskuldir:

Telur þú að verðtryggðar skuldir húsnæðis muni almennt hækka, standa í stað eða lækka ef samið verður við aðrar starfsstéttir í komandi kjarasamningum um sambærilegar hækkanir og læknar sömdu um?

undefined

79,1% telja að verðtryggðar skuldir muni hækka ef samið verður um sambærilegar launahækkanir og læknar fengu, 19,3% að skuldirnar muni standa í stað en 1,5% telja að þær myndu lækka.

Einnig var spurt eftirfarandi spurningar um áhrif á vexti ef samið yrði almennt um sambærilegar launahækkanir læknar sömdu um:

Telur þú að vextir almennt muni hækka, standa í stað eða lækka ef samið verður við aðrar starfsstéttir í komandi kjarasamningum um sambærilegar hækkanir og læknar sömdu um?

undefined

70,8% telja að vextir hækki ef samið verði um svo miklar launahækkanir, 26,1% telja að þeir muni standa í stað en 3,1% telja að vextir myndu lækka.

Í könnuninni var einnig spurt um viðhorf fólks til þess að læknasamningarnir verði  fyrirmynd annarra samninga á vinnumarkaði. Spurt var:

Hversu sammála eða ósammála ert þú eftirfarandi fullyrðingu? Ekki verði samið við aðrar starfsstéttir um sambærilegar launahækkanir og læknar sömdu um.


49,2% eru sammála fullyrðingunni, 38,1% eru ósammála en 12,7% taka ekki afstöðu.  Minnihluti er þannig fylgjandi því að læknasamningarnir verði fyrirmynd annarra kjarasamninga.

undefined

Niðurstaða könnunar Capacent sýnir svo ekki verður um villst að Íslendingar eru mjög  meðvitaðir um áhrif mikilla launahækkana á skömmum tíma á hag heimilanna og efnahagslífið. Niðurstöðurnar ríma jafnframt við niðurstöður fyrri kannana Capacent sem sýna að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar óttast mikla verðbólgu.

Capacent gerði netkönnun fyrir Samtök atvinnulífsins 15 - 29. janúar 2015. Úrtak var 2.900 manns á öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Capacent Gallup. Fjöldi svarenda var 1.722 og þátttökuhlutfall 59,4%.

Samtök atvinnulífsins