Samkeppnishæfni - 

16. september 2015

Góðar fyrirmyndir í atvinnulífinu

Samfélagsábyrgð

Samfélagsábyrgð

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Góðar fyrirmyndir í atvinnulífinu

Alþjóðasamtök atvinnulífsins (IOE) hafa safnað saman sögum af fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar á sviði samfélagsábyrgðar. Um er að ræða 63 sögur frá 45 fyrirtækjum í 12 löndum. Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem er ætlað að veita stjórnendum í atvinnulífinu innblástur, hvetja þá til að sýna samfélagsábyrgð í verki og hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

Alþjóðasamtök atvinnulífsins (IOE) hafa safnað saman sögum af fyrirtækjum sem eru til fyrirmyndar á sviði samfélagsábyrgðar. Um er að ræða 63 sögur frá 45 fyrirtækjum í 12 löndum. Um er að ræða fjölbreytt verkefni sem er ætlað að veita stjórnendum í atvinnulífinu innblástur, hvetja þá til að sýna samfélagsábyrgð í verki og hafa jákvæð áhrif á samfélagið.

IOE taka fram að samtökin leggi sama skilning í samfélagsábyrgð (CSR) eins og Evrópuráðið skilgreindi hugtakið í október 2011:

„Ábyrgð fyrirtækja á áhrifum þeirra á samfélagið.“

„The responsility of enterprises for their impacts on society“.

Um er að ræða alls konar verkefni, allt frá litlum fyrirtækjum til stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Verkefnin eru flokkuð eftir málefnum og því auðvelt að finna hugmyndir, stutta lýsingu á þeim, heiti fyrirtækja og tengiliði. Til dæmis er fjallað um virðiskeðju fyrirtækja, áreiðanleikakannanir, samskipti við hluthafa, baráttu gegn spillingu, mannréttindi, mannsal, vinnuþrælkun, öryggi á vinnustað og jafnvægi vinnu og einkalífs.

IOE benda stjórnendum fyrirtækja sem vilja taka samfélagsábyrgð fastari og formlegri tökum að mörgum hafi gefist best að byrja á verkefnum sem tengjast nærumhverfinu og halda svo áfram. Ávinningurinn sé raunverulegur og þegar best gangi verði reksturinn betri, fyrirtækin eflist og starfsfólk verði ánægðara. Margt smátt gerir eitt stórt og með því að læra af þeim sem hafa staðið sig vel á þessu sviði má auðvelda þróun á vörum og þjónustu sem bæta lífskjör.

Rit IOE má nálgast hér að neðan, en það er hluti af verkefninu Samfélagsábyrgð fyrir alla sem er fjármagnað af ESB.

CORPORATE SOCIAL RESPONSIBILITY FOR ALL. BEST PRACTICE COMPILATION (PDF)

Samtök atvinnulífsins eiga aðild að IOE og eru tengiliður á Íslandi við Global Compact – sáttmála Sameinuðu þjóðanna um samfélagsábyrgð.

Vefur Global Compact

Samtök atvinnulífsins