Fréttir - 

07. október 2015

Fjárfestingar í sjávarútvegi stóraukast milli ára

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Fjárfestingar í sjávarútvegi stóraukast milli ára

Fimmtudaginn 8. október kl. 8.30-10 standa Samtök atvinnulífsins, Deloitte og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi að Sjávarútvegsdeginum í Hörpu - Silfurbergi. Þetta er í annað sinn sem dagurinn er haldinn en þar verða málefni sjávarútvegsins rædd frá ýmsum áhugaverðum hliðum. Hvað er að frétta? er yfirskrift dagsins og boðið verður upp á fjölbreyttar sögur úr greininni, tíðindi, greiningar og spáð í framtíðina. Á fundinum kemur m.a. fram að ný og gjöful mið fundust nýverið við Ísland þar sem dýrmætt sjávarfang er að finna.

Fimmtudaginn 8. október kl. 8.30-10 standa Samtök atvinnulífsins, Deloitte og Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi að Sjávarútvegsdeginum í Hörpu - Silfurbergi. Þetta er í annað sinn sem dagurinn er haldinn en þar verða málefni sjávarútvegsins rædd frá ýmsum áhugaverðum hliðum. Hvað er að frétta? er yfirskrift dagsins og boðið verður upp á fjölbreyttar sögur úr greininni, tíðindi, greiningar og spáð í framtíðina. Á fundinum kemur m.a. fram að ný og gjöful mið fundust nýverið við Ísland þar sem dýrmætt sjávarfang er að finna.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, ávarpar fundinn  og nýjar tölur um afkomu greinarinnar verða birtar en það eru fyrstu heildarniðurstöður úr rekstri sjávarútvegsfyrirtækja vegna ársins 2014. Þá verða einnig birtar nýjar upplýsingar um skattgreiðslur sjávarútvegsfyrirtækja úr gagnagrunni Deloitte. Grunnurinn inniheldur upplýsingar úr ársreikningum félaga sem hafa yfir að ráða hátt í 90% af úthlutuðum aflaheimildum. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi og meðeigandi Deloitte ehf. kynnir niðurstöðurnar en mikil aukning er á fjárfestingu í skipum, fasteignum og búnaði milli ára.

Auk þess verður boðið upp á fjölbreytt erindi. Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri sjávarútvegsfyrirtækisins G.Run í Grundarfirði ræðir um ábyrgð fyrirtækja, Hallveig Ólafsdóttir, hagfræðingur hjá SFS fjallar um fastar og breytur í íslenskum sjávarútvegi, Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. flytur erindi um nýja hugsun í sjávarútvegi og markaðstækifæri með nýrri tækni og þá mun Örvar Guðni Arnarson, fjármálastjóri Ísfélagsins draga upp framtíðarsýn fyrir fjárfestingar í sjávarútvegi.

Fundarstjóri er Karen Kjartansdóttir, samskiptastjóri SFS.

Sjávarútvegsdagurinn er öllum opinn en þátttökugjald er kr. 3.900 með morgunverði.

SMELLTU TIL AÐ SKRÁ ÞIG

Samtök atvinnulífsins