Samkeppnishæfni - 

12. desember 2016

Áskoranir atvinnulífsins vegna loftslagsmála

Umhverfismál

Umhverfismál

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Áskoranir atvinnulífsins vegna loftslagsmála

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri hafs, vatns og loftslags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flutti á dögunum erindi fyrir fullum sal af fulltrúum fyrirtækja í Húsi atvinnulífsins. Mikill áhugi er á loftslagsmálunum og spunnust ítarlegar umræður eftir kynningu Huga.

Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri hafs, vatns og loftslags í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu flutti á dögunum erindi fyrir fullum sal af fulltrúum fyrirtækja í Húsi atvinnulífsins. Mikill áhugi er á loftslagsmálunum og spunnust ítarlegar umræður eftir kynningu Huga.

Hugi fjallaði um alþjóðasamninga um loftslagsamninga og sérstaklega um Parísarsamkomulagið frá 2015. Hann fór yfir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands og rakti uppsprettur og þróun losunar á Íslandi. Hann sagði frá stefnu stjórnvalda og áætlunum í loftslagsmálum.

Hugi fór jafnframt yfir helstu atriði viðskiptakerfis um losunarheimildir (ETS) en stór hluti losunar á Íslandi fellur undir það kerfi. Einnig minntist hann á væntanlegar skuldbindingar Íslands fyrir tímabilið 2020-2030.

Að lokum sagði Hugi að framtíðin fæli í sér miklar áskoranir en í loftslagsmálunum fælust einnig mikil tækifæri fyrir atvinnulífið, t.d. með nýsköpun og nýtingu endurnýjanlegri orku.

Þeir sem taki málin föstum tökum leggi sitt af mörkum, bæði fyrir fyrirtækið, einstakar atvinnugreinar og landið sem heild.

undefined

Kynningu Huga Ólafssonar má nálgast hér að neðan.

Glærur Huga: Loftslagsmál og atvinnulífið. Skuldbindingar og tækifæri (PDF)

undefined

Samtök atvinnulífsins