Fréttir - 

19. janúar 2017

Aðalritstjóri Economist til Íslands

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Aðalritstjóri Economist til Íslands

Ársfundur atvinnulífsins 2017 verður haldinn miðvikudaginn 29. mars í Hörpu. Sérstakur gestur fundarins er aðalritstjóri tímaritsins Economist sem mun fjalla um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og horfurnar framundan. Ekki er ólíklegt að útganga Breta úr ESB komi við sögu en Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslendinga.

Ársfundur atvinnulífsins 2017 verður haldinn miðvikudaginn 29. mars í Hörpu. Sérstakur gestur fundarins er aðalritstjóri tímaritsins Economist sem mun fjalla um stöðu efnahagsmála á alþjóðlegum vettvangi og horfurnar framundan. Ekki er ólíklegt að útganga Breta úr ESB komi við sögu en Bretland er einn mikilvægasti útflutningsmarkaður Íslendinga.

Zanny  Minton Beddoes er sautjándi ritstjóri Economist og fyrsta konan til að gegna stöðunni í 174 ára sögu blaðsins. Hún ber ábyrgð á allri umfjöllun blaðsins og leiðir hóp blaðamanna og sérfræðinga alls staðar úr heiminum. Zanny hefur fengið virt verðlaun fyrir umfjöllun um efnahagsmál og fjármál og er eftirsóttur álitsgjafi með fjölþætta reynslu að baki.

Hún starfaði áður sem hagfræðingur hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (AGS), ráðgjafi fjármálaráðherra í Póllandi en hóf störf hjá Economist árið 1994 og sérhæfði sig í málefnum nýmarkaðsríkja en tók síðar við sem viðskiptaritstjóri.

Mikill fengur er að komu Zanny  Minton Beddoes enda hefur hún víðtæka þekkingu á fjármálum og efnahagslífi heimsins og fjallar um þau á skýran og upplýsandi hátt.

Economist þarf ekki að kynna til leiks en blaðið kom fyrst úr árið 1843 og er virtasta tímarit heims um efnahags- og þjóðfélagsmál.

Ársfundur atvinnulífsins hefur fest sig í sessi meðal stjórnenda, stjórnmálamanna, skólasamfélagsins, aðila vinnumarkaðarins og álitsgjafa. Fundurinn er opinn vettvangur þar sem brýn mál samfélagins eru rædd til að benda á leiðir til að bæta lífskjör á Íslandi.

Nánari dagskrá verður birt þegar nær dregur en þegar er hægt að tryggja sér sæti í Hörpu með því að skrá sig hér að neðan. Fundurinn stendur frá kl. 14-16 en að honum loknum er gestum boðið að taka þátt í netagerð við höfnina.

Ársfundur atvinnulífsins 2017 - skráning

Umsóknarferli er lokið.

 undefined

 

 

 

Samtök atvinnulífsins