Menntamál - 

05. febrúar 2016

Á rúntinum með forstjóra Securitas

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

Á rúntinum með forstjóra Securitas

Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, brá sér út í síðdegisumferðina á dögunum og spjallaði við Samtök atvinnulífsins um fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins. Fyllsta öryggis var að sjálfsögðu gætt en mikið og öflugt frumkvöðlastarf er unnið hjá fyrirtækinu. Securitas hefur tileinkað sér nýjustu tækni í miðlun fræðslu og náð mjög góðum árangri í svokallaðri speglaðri kennslu.

Guðmundur Arason, forstjóri Securitas, brá sér út í síðdegisumferðina á dögunum og spjallaði við Samtök atvinnulífsins um fræðslu- og þjálfunarmál fyrirtækisins. Fyllsta öryggis var að sjálfsögðu gætt en mikið og öflugt frumkvöðlastarf er unnið hjá fyrirtækinu. Securitas hefur tileinkað sér nýjustu tækni í miðlun fræðslu og náð mjög góðum árangri í svokallaðri speglaðri kennslu.

Fyrirtækið var stofnað árið 1979 og af meðfylgjandi mynd má sjá að tæknin hefur verið nýtt hjá Securitas frá upphafi þó svo að hún sé aðeins nettari í dag.

undefined

Í dag starfa 450 starfsmenn hjá Securitas á sex starfsstöðvum um allt land. Flestir eru í Reykjavík en starfsmenn eru út um allan bæ að gæta öryggis viðskiptavina. Guðmundur segir að það hafi hvatt fyrirtækið til að þróa kennsluefni fyrirtækisins. Stefnan er að vera með sem mest af efninu á myndböndum sem starfsmenn geta nálgast á netinu þegar þeim hentar í stað þess að bíða eftir því að haldin séu námskeið fyrir 15-20 starfsmenn.

Guðmundur segir tímasparnaðinn mikinn, starfsmaður geti jafnvel sótt sér þekkingu á helmingi styttri tíma þegar honum hentar en með yfirsetu á sameiginlegu námskeiði. Nýliðar fái jafnframt fræðslu um leið og þeir hefja störf. En er ekki dýrt að framleiða sjónvarpsefni til að nota við kennslu og þjálfun starfsfólks?

„Nei ég held ekki, ég held að þegar allt er gert upp þá er þetta sparnaður fyrir okkur.“

Hægt er að horfa á föstudagsrúntinn í heild hér.

undefined

Securitas er Menntasproti ársins 2016. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra afhenti verðlaunin á Menntadegi atvinnulífsins 2016 á Hilton Reykjavík Nordica.

Samtök atvinnulífsins