Fréttir - 

12. janúar 2018

2018 gæti orðið farsælt ár

Samtök atvinnulífsins

1 MIN

2018 gæti orðið farsælt ár

Allar forsendur eru fyrir því að árið 2018 geti orðið farsælt ár fyrir Íslendinga ef krefjandi verkefni sem bíða landsmanna verða leyst með fyrirhyggju og yfirvegun að leiðarljósi. Þetta kom fram á árlegum þrettándafundi SA þar sem rýnt var í árið framundan, það sem gerðist á liðnu ári og stærstu áskoranirnar framundan.

Allar forsendur eru fyrir því að árið 2018 geti orðið farsælt ár fyrir Íslendinga ef krefjandi verkefni sem bíða landsmanna verða leyst með fyrirhyggju og yfirvegun að leiðarljósi. Þetta kom fram á árlegum þrettándafundi SA þar sem rýnt var í árið framundan, það sem gerðist á liðnu ári og stærstu áskoranirnar framundan.

Kynningu framkvæmdastjóra SA má nálgast hér (PDF)

Í tilefni af því að hundrað ár verða frá því að Ísland varð frjálst og fullvalda ríki þann 1. desember leit Halldór Benjamín Þorbergsson um öxl og dró fram það sem hefur áunnist frá 1918 og það er mikið. Á hundrað árum hefur öflugt íslenskt atvinnulíf  lagt grunn að góðum lífskjörum og mikilli velsæld.

Framkvæmdastjóri SA birti einnig sýn samtakanna um framtíðarhagvöxt Íslands, ræddi um kjarasamningana, komandi sveitastjórnarkosningar, fólksflutninga til og frá landinu, fjölgun örorkulífeyrisþega, nýjan sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi og flugeldavísitala atvinnulífsins var. birt að vanda.

Aðdráttarafl Íslands eykst
Á síðasta ári fluttu í fyrsta skipti síðan árið 2005 fleiri Íslendingar til landsins en frá því. Aðdráttarafl Íslands er mikið um þessar mundir og til vitnis um gott ástand í atvinnulífinu. Fjöldi aðfluttra útlendinga umfram brottflutta nærri tvöfaldaðist milli 2016 og 2017 (83%) en undir lok árs bjuggu um 350.000 manns á Íslandi. Áskoranir á vinnumarkaði eru þó miklar og enn eykst hlutdeild þeirra sem falla út af vinnumarkaði vegna örorku  af mannfjölda á vinnualdri, 16-66 ára.

Sáttmáli gegn einelti, áreitni og ofbeldi
Samtök atvinnulífsins hafa útbúið sáttmála gegn einelti, áreitni og ofbeldi og hvetja starfsmenn og stjórnendur fyrirtækja til að gera gildi hans hluta af daglegum rekstri. Sáttmálinn var kynntur á fundinum en samtök atvinnulífsins hafa framleitt veggspjöld með sáttmálanum. Þau er hægt að hengja upp í kaffistofum eða á göngum fyrirtækja til að minna á mikilvægi þess að tryggja vellíðan á vinnustöðum, öryggiskennd og góðan starfsanda. Sáttmálinn hefur fengið mjög góðar móttökur og er nú komin upp á vegg í fjölda fyrirtækja og stofnana út um allt land. Nánari upplýsingar eru hér: www.sa.is/sattmali

Flugeldavísitala SA

Stóra bomban á fundinum féll undir lok hans þegar ný gildi flugeldavísitölu SA voru birt. Eftir mikla umræðu um metflugeldaskothríð kom í ljós – þegar tölurnar voru skoðaðar – að Íslendingar eru aðeins hálfdrættingar í flugeldaskotum miðað við 2007.

Tengt efni:

Umfjöllun Spegils RÚV

Umfjöllun á Sprengisandi Bylgjunnar - fyrri hluti

Umfjöllun á Sprengisandi Bylgjunnar - seinni hluti

Samtök atvinnulífsins