Vinnumarkaðsvika Evrópusambandsins 19.-21. nóvember (1)

Stjórnun breytinga á vinnumarkaði

 

Árleg vinnumarkaðsvika Evrópusambandsins, ráðstefna og sýning, verður haldin í Brussel dagana 19.-21. nóvember nk.  Búist er við um 1500 þáttakendum og 150 sýningaraðilum frá stofnunum Evrópusambandsins, ráðuneytum, svæðis- og sveitarstjórnum, fræðlustofnunum og ráðgjafafyrirtækjum.

 

Þetta hefur verið ein aðalráðstefnan varðandi vinnumarkaðs og félagsmál í Evrópu og verið sótt af aðilum sem gegna lykilhlutverki á því sviði.  Markhópurinn er, auk stjórnvalda, fyrirtæki og samtök atvinnurekenda, stéttarfélög, ráðgjafafyrirtæki og fleiri.

 

Áhersla er í ár lögð á stjórnun breytinga á vinnumarkaði, þar sem m.a. verður fjallað um aðlögun fyrirtækja að breytingum á vinnumarkaði, skipulag vinnunnar, hreyfanleika á vinnumarkaði og þróun aldurssamsetningar. Sjá nánar á vef vinnumarkaðsviku ESB