Vinnumarkaðsvika Evrópusambandsins (1)

Vinnumarkaðsvika Evrópusambandsins:

Nýi vinnumarkaðurinn í Evrópu – framkvæmd heima fyrir

 

Árleg vinnumarkaðsvika Evrópusambandsins, ráðstefna og sýning, verður haldin í Brussel dagana 27. –29. nóvember nk.  Búist er við um 1500 þáttakendum og 150 sýningaraðilum frá stofnunum Evrópusambandsins, ráðuneytum, svæðis- og sveitarstjórnum, fræðlustofnunum og ráðgjafafyrirtækjum.

 

Þetta hefur verið ein aðalráðstefnan varðandi vinnumarkaðs og félagsmál í Evrópu og verið sótt af aðilum sem gegna lykilhlutverki á því sviði.  Markhópurinn er, auk stjórnvalda, fyrirtæki og samtök atvinnurekenda, stéttarfélög, ráðgjafafyrirtæki og fleiri.

 

Áhersla er í ár lögð á framkvæmdina heima fyrir á grundvelli áætlunar Evrópusambandsins um fulla atvinnu í þekkingarsamfélaginu sem samþykkt var á fundi ráðherraráðsins í Stokkhólmi í mars sl. Stokkhólmsáætlunin byggir á þáttöku allra aðila á viðkomandi svæðum þannig að starfsmenntun, sveigjanleiki fyrirtækja, gott innra skipulag og öflugt  rannsóknar- og þróunarstarf nýtist til að leysa viðfangsefni heima fyrir og takast á við tækifæri sem þar bjóðast til að auka framleiði og hagsæld.  Sjá nánar á vef vinnumarkaðsviku ESB