Viltu bæta samkeppnisstöðuna?

Dr. Patrick D. Eagan heldur fyrirlestur hjá Samtökum atvinnulífsins, miðvikudaginn 3. maí. Dr. Eagan mun fjalla um hönnun, framleiðslu og sjálfbæra þróun, en meginfræðasvið hans er vistfræði í iðnaði og nýting sjálfbærrar þróunar við hönnun og framleiðslu. Auk þess fjallar hann um samþættingu gæða- og umhverfissjónarmiða við hönnun.

 

Dr. Eagan er prófessor í verkfræði við háskólann í WisconsinMadison, og hefur unnið náið með fyrirtækjum í raftækjaframleiðslu og eins með fyrirtækjum á heilbrigðissviði. Fyrirlesturinn fer fram í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð – miðvikudaginn 3. maí klukkan 9:00. Allir eru velkomnir. Vinsamlegast skráið þátttöku með tilkynningu á mottaka@sa.is.