Varað við svikastarfsemi

SVÞ minna nú á að á sumrin lifnar yfir svikastarfsemi sem beinist að því að svíkja út fé af fyrirtækjum. Svo virðist sem þeir sem stunda þessa iðju treysti því að auðveldara sé að villa um fyrir sumarafleysingafólki heldur en starfsmönnum sem hafa meiri reynslu. Bent er á að þeir sem stunda svik og pretti af þessu tagi beita sífellt nýjum aðferðum svo erfitt er að varast þá. Algengast er segja SVÞ að kvartað sé undan skráningarfyrirtækinu European City Guide. Samtök atvinnulífsins bentu nýlega á sambærilega starfsemi fyrirtækisins Nordisk Industri og hvöttu aðildarfyrirtæki til að greiða ekki reikninga þaðan heldur koma þeim á framfæri við SA. Hér má sjá nánar og umfjöllun SVÞ í nýju fréttabréfi samtakanna og hér má sjá umfjöllun SA um Nordisk Industri.