Uppspretta auðæfa í smáríkjum (1)

Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um útrás smáríkja föstudaginn 14. september kl. 9:00-17:00 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Þar verður spurt hver sé uppspretta auðæfa í smáríkjum. Innlendir og erlendir fræði- og athafnamenn halda erindi og tala um lærdóma sem draga má af útrás smáríkja á alþjóðavettvangi og reynslu sína af starfsemi í útrásinni. Megináhersla er á hið svokallaða írska undur, en efnahagur Írlands hefur breyst gífurlega á liðnum árum, en Ísland og Írland eru borin saman, auk þess sem árangri og stöðu Liechtenstein eru gerð skil. Sjá nánar »