Uppspretta auðæfa í smáríkjum

Rannsóknasetur um smáríki við Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um útrás smáríkja föstudaginn 14. september kl. 9:00-17:00 í hátíðarsal Háskóla Íslands. Þar verður spurt hver sé uppspretta auðæfa í smáríkjum. Innlendir og erlendir fræði- og athafnamenn halda erindi og tala um lærdóma sem draga má af útrás smáríkja á alþjóðavettvangi og reynslu sína af starfsemi í útrásinni. Megináhersla er á hið svokallaða írska undur, en efnahagur Írlands hefur breyst gífurlega á liðnum árum, en Ísland og Írland eru borin saman, auk þess sem árangri og stöðu Liechtenstein eru gerð skil.

 

Ráðstefnan hefst með opnunarávörpum háskólarektors, forseta Íslands, og fulltrúa Landsbankans, sem styrkir Rannsóknasetur um smáríki til ráðstefnuhaldsins. Í fyrstu málstofunni kynnir Alan Dukes, forstöðumaður Evrópufræðastofnunarinnar í Dublin og fyrrum fjármálaráðherra Írlands, þróun írska hagkerfisins og hnattvæðingu þess, Frank Barry, prófessor við Trinity College í Dublin fjallar um alþjóðavæðingu írska hagkerfisins, og Peader Kirby fjallar um félagslegar afleiðingar hins hraða hagvaxtar.

Í málstofu eftir hádegishlé fjallar Georges Baur um viðvarandi þróun og árangur Liechtenstein, en árangur bankanna þar er gjarnan borinn saman við íslensku bankana. Baur er nú varasendiherra Liechtenstein í Brussel, en var ráðgjafi liechtensteinskra stjórnvalda við umbætur á fjármálageiranum þar í landi. Brendan Walsh, fyrrum prófessor við University College í Dublin um skattalækkanir og efnahagsumbætur írskra stjórnvalda. Hannes Hólmsteinn Gissurarson fjallar að lokum um breytingar á íslenska hagkerfinu frá 1990 til dagsins í dag.

Í síðasta hluta ráðstefnunnar fjallar Ragnhildur Geirsdóttir um reynslu Promens af útrásinni og litið verður á þátt skapandi greina í henni. Þá kynna þau Rakel Garðarsdóttir í Vesturport, Reynir Harðarson hjá CCP, Hilmar Sigurðsson hjá Caoz og Sóley Stefánsdóttir, grafískur hönnður, um hlut menningar, sköpunar og hönnunar í útrásinni. Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarmaður utanríkisráðherra verður með samantekt og slítur ráðstefnunni, en að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

Ráðstefnan hefst kl. 9:00 og stendur til kl. 17:00. Fyrri hluti ráðstefnunnar, fyrstu tvær málstofurnar, fara fram á ensku, en seinni hlutinn er á íslensku. Ráðstefnan fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

 

Rannsóknasetur um smáríki er sjálfstæð stofnun sem starfar innan vébanda Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands. Markmið setursins er að auka rannsóknir og fræðslu í smáríkjafræðum.

 

Nánari upplýsingar: http://www.hi.is/ams