Þolendur og afleiðingar efnahagsbrota

Samtök atvinnulífsins ásamt saksóknara efnahagsbrota efna til morgunverðarfundar um þolendur og afleiðingar efnahagsbrota á morgun - fimmtudaginn 14. júní. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík en hann hefst með morgunverði klukkan 8:00 og verður lokið klukkan 10:00. Á fundinum mun Sarah Jane Hughes, prófessor í lögum við Indiana háskóla, fjalla um hvítflibbaglæpi út frá bandarískum sjónarhóli, Helgi Magnús Gunnarsson  saksóknari efnahagsbrota mun fjalla um skipulag og framkvæmd efnahagsbrotarannsókna á Íslandi og Garðar G. Gíslason hdl. hjá Lex ræðir um brotalamir og réttarvernd. Fundarstjóri er Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri SFF.

 

Allir eru velkomnir en nauðsynlegt er að skrá þátttöku á vef SA:

Smelltu hér til að skrá þig

 

Sjá einnig:

Dagskrá morgunverðarfundar SA og saksóknara efnahagsbrota