Þekking á leið úr landi? - ráðstefna um skattaumhverfi á Íslandi (1)

Miðvikudaginn 26. september næstkomandi verður haldin ráðstefna á Hótel Sögu (Súlnasal) undir yfirskriftinni „Þekking á leið úr landi? - ráðstefna um skattaumhverfi á Íslandi.“ Það eru nemendur í viðskiptafræði við Háskóla Íslands sem standa að þessari ráðstefnu með stuðningi Samtaka atvinnulífsins o.fl. og eru þeir að vekja athygli á að skoða þarf alvarlega aðgerðir á borð við að lækka tekjuskatt íslenskra fyrirtækja til að efla samkeppnishæfni íslensks starfsumhverfis.  Einnig vilja þeir benda á að fyrirtæki á Íslandi þurfa nú í auknum mæli að keppa við erlend fyrirtæki um nýútskrifaða nemendur Háskóla Íslands. 

 

Á mælendaskrá eru Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP verðbréfa, Bolli Þór Bollason, skrifstofustjóri efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins, Guðjón Rúnarsson, formaður skattahóps SA, Birgir Stefánsson nemandi í viðskiptafræði Háskóla Íslands og Aðalsteinn Hákonarson, framkvæmdastjóri KPMG. Fundarstjóri verður Sigurður Kári Kristjánsson, lögfræðingur.

 

Ráðstefnan stendur yfir frá klukkan 13:30 til 16:30.

 

Sjá meðfylgjandi dagskrá ráðstefnunnar: