Tekjur Hafnarfjarðar stóraukast vegna stækkunar Alcan

Tekjur Hafnarfjarðarbæjar sem tengjast starfsemi Alcan munu stóraukast komi til stækkunar álversins í Straumsvík og nema um 1.400 milljónum króna á ári. Mikil fjölgun starfa og auknar útsvarstekjur vega þungt, en bærinn mun einnig fá auknar tekjur vegna hafnargjalda og fasteignagjalda. Þetta kom fram í erindi Hannesar G. Sigurðssonar, aðstoðarframkvæmdastjóra SA, á stefnumóti fyrirtækja í Hafnarfirði sem fram fór í Hafnarborg. Ríkið mun einnig fá sitt því eftir að Alcan færir sig yfir í íslenskt skattkerfi og greiðir 18% tekjuskatt, munu árlegar tekjur ríkisins sem tengjast starfsemi Alcan nema fjórum til fimm milljörðum króna á ári.

 

Hagsæld í Hafnarfirði

 

Hagsæld í Hafnarfirði

Það voru Samtök atvinnulífsins ásamt Alcan á Íslandi sem efndu til stefnumóts fyrirtækja í Hafnarborg Hafnarfirði undir yfirskriftinni Hagsæld í Hafnarfirði. Fjölmenni var í Hafnarborg en þar fjallaði Hannes G. Sigurðsson um áhrif álversins í Straumsvík á Hafnarfjörð – fyrir og eftir stækkun. Hér að neðan má sjá yfirlit yfir opinber gjöld sem tengjast starfsemi Alcan, en tekjur Hafnarfjarðar, ríkis og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu gætu numið allt að sjö milljörðum króna á ári eftir stækkun álvers Alcan í Straumsvík.

 

Tölur eru í milljónum króna

 

Rannveig Rist

 

Auk Hannesar fjallaði Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri um nýja tillögu að deiliskipulagi við Straumsvík, Rannveig Rist, forstjóri Alcan á Íslandi, fjallaði um stækkun álversins og Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri JRJ, fjallaði um þýðingu viðskipta Alcan við fyrirtæki í Hafnarfirði. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, stýrði umræðum.

   

Glærur Hannesar G. Sigurðssonar

 

Glærur Rannveigar Rist

 

Glærur Lúðvíks Geirssonar