Sveigjanleg starfslok – fundaröð lýkur

Fimmtudaginn 15. nóvember efnir Verkefnisstjórn 50+ til lokafundar í fundaröð um málefni miðaldra og eldrafólks á vinnumarkaði. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík - Háteigi kl. 8:30-10:00. Er eftirsóknarvert fyrir einstaklinga að vera í starfi fram eftir ævi? Af hverju er langtímaatvinnuleysi meira meðal eldra fólks en þess yngra? Hvernig hafa breytingar í lífshlaupi fólks áhrif á atvinnuþátttöku þess og þarfir á vinnumarkaði? Er sveigjanleiki ákjósanlegur eða getur hann verið íþyngjandi? Leitað verður svara við þessum spurningum. Morgunverður hefst kl. 08:00.

 

Dagskrá fundarins:

  • Sveinn Aðalsteinsson framkvæmdastjóri Starfsafls fjallar um Evrópuverkefni sem Starfsafl tekur þátt í, sem miðar að því að styrkja stöðu eldra fólks á vinnumarkaði.
  • Séra Bernharður Guðmundsson fulltrúi Öldrunarráðs Íslands í norrænni nefnd - Ældre i arbejdslivet - fjallar um breytilegar þarfir og aðstæður fólks á vinnumarkaði. 
  • Halldóra Friðjónsdóttir formaður BHM og nefndarmaður í Verkefnisstjórn 50+ fjallar um erlend verkefni sem unnin hafa verið með þennan aldurshóp í fyrirtækjum.

Fundarstjóri: Gunnar Kristjánsson formaður Verkefnisstjórnar 50+

 

Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og fundaröðina er að finna á vef Vinnumálastofnunar: www.vinnumalastofnun.is